Eimreiðin - 01.01.1961, Side 39
\
Stnásaga
eftir
S- G. Benediktsson.
í nokkrum mjúkum stökkum
hendist hún fram á gólfið, hring-
snýst og rekur fram trýnið, slettir
halanum, læðist svo yfir gólfið,
l'kar sig upp með lista í horninu
°R upp á eldhúsborðið. Þar snuðrar
ln’* *n um stund. Nú koma rotturn-
a*' hver af annari út um gatið á vask-
skápnum — þær hendast fram og
■*ftur um eldhúsgólfið, sumar fika
s*g upp á eldhúsborðið.
U*n stund dansa þær, hendast og
lísta um gólfið og borðið. Hurðin
a matarskápnum er aðeins lögð
aftur og smjúga nokkrar þeirra inn
* hann.
Grafarkyrrð er kringum húsið,
fyrir framan eldhúsgluggann er
fjósker, sem varpar daufri birtu inn
uin gluggann. Vargurinn hendist
fram og aftur í hálfrökkrinu. í mat-
arskápnum eru byrgðirnar ekki
'uiklar, en vargurinn leggst á þær;
lítil mjólkurkanna veltur um og
sykurkarið einnig og vargurinn
sparkar sykrinum um allan skápinn
~~ ekkert stenzt eyðilegginguna.
Brátt færist leikurinn niður á gólf.
Þar rífa þær og tæta í sig harðfisk.
Uppi í vasknum er mikill aðgangur.
Þar liafa nokkrar rottur komizt í
nýjan fisk, sem átti að vera hádeg-
ismatur fjölskyldunnar, sem sefur
í stofunni á vinstri hönd. Vargur-
inn dansar fram og aftur um gólf-
ið, rotturnar setjast á afturlapp-
irnar, skaka til hausinn og sletta
hreistruðum hölunum. Sumar eru
í óða önn að koma æti undan, Jrær
draga það að vaskskápnum, rífa það
í sundur og fara svo með kjaftbita
í gegnum gatið á leið til heimkynna
sinna. Þessi flutningur tekur nokk-
urn tíma og oft er harðsótt að kom-
ast undan með ætið. —
í svefnstofu Eiríks Brandssonar
er lítil rotta að snuðra upp við þil-
ið —angalítið kvikindi. Skyndilega
lileypur hún yfir gólfið og upp eftir
llatsænginni, senr Dóra, litla dóttir
Eiríks sefur í. Telpan vaknar og
verður ofsalega hrædd og kallar á
móður sína.
Kristbjörg kona Eiríks vaknar
strax og þýtur fram úr rúminu, en
í Jreint svifum að hún stigur fram
úr, hleypur rotta yfir fætur hennar.
Hún finnur heitan, dúnmjúkan
feldinn strjúkast við fót sinn og
hljóðar í ofboðshræðslu. Við ]xið
vaknar maður hennar, daglauna-
maðurinn Eiríkur Brandsson.
Hann rís upp í hvílu sinni og
skimar í kringum sig.
— Hvað er Jretta, Kristbjörg,
varstu að hljóða?
— Kveiktu maður, segi ég!
— Það var lokað fyrir í gær, hef-
urðu gleymt Jiví?
— Guð hjálpi okkur, Eiríkur!