Eimreiðin - 01.01.1961, Síða 41
EIMREIÐIN
29
hungrið kemur mér í liug fyrir al-
vöru, það geturðu reitt þig á.
— Æi, flýttu þér fram, maður!
— Kontdu þá með mér.
— Nei, svei mér þá, ég er dauð-
hrædd við þessi kvikindi.
— Þau eru meinlaus dýrin.
— Mér er sama, opnaðu hurðina.
— Vitanlega.
Svo breiðir hún sængina yfir höf-
uð sér og barnanna.
Kiríkur opnar hurðina snöggt —
kveikir á eldspýtu og lokar strax á
eftir sér. Við þessa óvæntu truflun
verða rotturnar hringlandi vitlaus-
ar; þær hendast í loftköstum fram
°g aítur um gólfið, hópast að gatinu
a vaskskápnum og ryðjast liver um
aðra. Ofsahræðsla hefur gripið þær.
Sumar æða aftur inn í matarskáp-
lnn, en aðrar beint á móti Eiríki.
Hann sparkar frá sér og liæfir eina,
sem liann endasendir út í horn; þá
þrýfur hann kúst og lemur frá sér
a báða bóga. Nokkur andartök
hringsnýst hann á gólfinu og lemur
með kústinum á báðar hendur, en
fotturnar stökkva og tísta, hálfvit-
lausar af æsing og hræðslu.
Allt hefur þetta gerst á nokkrum
mínútum, og þegar Eiríkur er viss
Urn að allar rotturnar séu farnar,
þá kveikir hann á kertisstúf og
vtrðir fyrir sér það sem gerzt liefur.
í horni eldhússins liggur ein rotta
°g er dauð og tvær aðrar hefur
hann kramið með kústhausnum.
Eiríki finnst heldur lítið um það, að
hafa banað rottunum á þennan lítil-
mannlega hátt, því ekkert munaði
Urn þessi þrjú dýr. Hann tekur svo
htæin og fer með þau út í sorp-
kassann
S. G. Benediktsson
Þegar hann kemur inn aftur
sest hann niður og virðir fyrir sér
eyðilegginguna. Bókstaflega allt
matarkyns er uppsorfið — en það
sem honum gremst mest, er hvern-
ig gólfið er útleikið, því síðasta
verk Kristbjargar hafði verið að
hvítskúra það.
Þó Eiríkur sé bæði sár og reiður
finnst honum ekkert nema eðlilegt
að dýrin bjargi sér. Honum dett-
ur nú í lnig kaffisopinn, sem hann
lofaði Kristbjörgu. En það verður
ekkert úr því — sykurinn liggur í
skápnum og á borðinu yfirtroðinn
af rottunum. Nei, það verður ekk-
ert úr því.
Kristbjörg hefur ekki sofnað,
hana fer nú að lengja eftir
kaffisopanum, hún rís upp og kallar
fram til Eiríks.
— Mikið ertu lengi — með sop-
ann.