Eimreiðin - 01.01.1961, Side 50
38
EIMREIÐIN
okkur yrði ekki búið hlutskipti Hjaltlands og Orkneyja og alger tor-
tíming þjóðernis og tungu. Svo undarleg og margslungin eru rök sög-
unnar á stundum.
III.
Auðunn Hugleiksson mun hafa verið fæddur kringum árið 1241.
Hann var skyldur hinni fornu norsku konungsætt, en varla þó náið.
Konungsgaröurinn i Björgyn.
Hann kom ungur til hirðarinnar, og steig þar sífellt að völdurn og met-
orðum. Árið 1276 varð liann stallari konungs, Magnúsar lagabætis,
(1263—1280), og eftir lát hans varð liann einn af lögráðamönnum liins
unga konungs, og fór ásamt ekkjudrottningunni með konungsvald, með-
an konungur var ófullveðja. Ekki er vafi á því, að Auðunn Hugleiks-
son hefur verið stórlega mikilhæfur maður. Er þess áður getið, að
hann var talinn mestur lagamaður sinnar tiðar, enda aðalhöfundur
hinnar miklu lagasetningar þeirra feðga, Magnúsar lagabætis og Eiríks
konungs. í Árna byskups sögu segir að Magnús konungur hafi kvatt
til „Auðunn, er hestakorn var kallaður, hinn vitrasta mann til lands-
laga, etc.“ Hann var og í miklum trúnaði hjá hinum unga konungi,
og mun vart nokkurt ráð hafa verið ráðið í konungsgarði í þann tíð,
nema hann væri þar til kvaddur. Hitt virðist og Ijóst, að hann hafi
verið undirhyggjumaður nokkur, og e. t. v. beggja handa járn ef svo
bar undir1). Herra Auðunn varð síðar barón að nafnbót; söfnuðust hon-
um óhemju auðæfi, bæði í löndum og lausu fé.
Segja má, að Auðunn hestakorn hafi verið utanríkis- og fjármála-
ráðherra Noregs á þessum árum. Er hans þar sérstaklega getið í sam-
l)Svo sem t. d. kom berlega fram í deilum við erkibiskup og í samningunum
við Frakka.