Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1961, Side 52

Eimreiðin - 01.01.1961, Side 52
40 EIMREIÐIN áttu þau börn. Hefur sagnfræðingum ekki tekist að rekja hvað af þeim hefur orðið eftir daga hans. IV. Eiríkur konungur Magnússon kom til valda í Noregi árið 1280, þá tólf ára gamall. Hann gekk árið eftir að eiga dóttur Skotakonungs, en liún stóð þá á tvítugu. Næsta ár fæddist þeini konungshjónum dóttir, er hlaut nafnið Margrét. Urðu örlög þessarar stúlku mikil harmsaga, og eru þó reyndar mjög óvissu blandin. Þegar Margrét konungsdóttir var enn í bernsku tókust þeir samn- ingar, að hún skyldi gift enskunt konungssyni, og var svo til ætlast, að hún tæki síðan skozku krúnuna í arf eftir móðurföður sinn, Skota- konung. (Hún átti hinsvegar ekki beinlínis erfðarétt til norsku krún- unnar, en ætla má að breyting þar að lútandi hafi verið liöfð í huga, a. m. k. ef Eiríki konungi fæddist ekki sonur, (sem og ekki varð). Hefði það getað haft hættulegar afleiðingar fyrir ísland, þjóðerni þess og sjálfstæði, þá og síðan, ef giptingaráform þessi hefðu gengið fram.) Risu út af þessu úfar nokkrir með skozkum höfðingjum, sem til- kall þóttust eiga til krúnunnar, en urðu að lúta í lægra haldi fyrir Englandskonungi. Vafalaust hefur það verið Auðtinn jarl, sem komið hefur hjúskaparsamningum þessum í kring. Vænti öll alþýða í báðunt löndunum góðs af hinum áformaða ráðahag, og var „stúlkunnar frá Noregi“, sem hún var kölluð1), beðið með eftirvæntingu liandan hafs- ins. Var hin unga Margrét, þá 7—8 ára, síðan búin úr föðurgarði með skipum og friðu föruneyti og ferðinni heitið til Skotlands sem leið liggur. Islenzkur hirðprestur og kennari liennar2) söng henni sálma og blessunarorð á leið til skips. En þetta átti allt eftir að fara á annan veg og ógæfusamlegri; hin unga konungsdóttir komst aldrei á leiðar- enda. Hún andaðist í hafi við Orkneyjar, eða svo var frá skýrt. Var líkið kistulagt, og sneri liin norska flotadeild að svo búnu við heim til Noregs. Er mælt að Eirikur konungur hafi látið opna kistuna, og þótt lik dótturinnar torkennilegt, en verið talin trú um, að slíks væri ekki nema að vænta, þar sem alllangt var orðið um liðið frá dánardægri. Var líkið síðan jarðsett. Kom nú brátt upp sá kvittur, sem síðan hefur ekki verið niður kveðinn, að ekki myndi allt með feldu um „andlát“ konungsdótturinnar, sbr. þar um nánar hér á eftir (VII kafli). Eiríkur konungur var veikgeðja og gekk ekki heill til skógar eftir 1) „The girl Irom Norway“, jiaðan er nafnið á hinni sögulegu skáldsögu Andreas Munch „Pigen fra Norge“, Kria (Oslo) 1864. 2) Hafliði Steinsson, síðar prestur á Breiðabólsstað í Vestur-Hópi. Sjá Ævi- skrár II., bls. 299.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.