Eimreiðin - 01.01.1961, Qupperneq 76
Kveðju skilað
lienedikt Þ. Gröndal.
I DÖGUN, nýjasta kvæðabók Davíðs skálds Stefánssonar frá
Fagraskógi, sem út kom hjá Helgafelli í vetur, varð tilefni þess, að
Eimreiðinni barst kveðja til skáldsins í ljóði, og birtist hún hér á
næstu síðu. Kveðja þessi er þó enganveginn ný af nálinni og ekki
ort í tilefni þessarar nýjustu bókar skáldsins, heldur hinnar fyrstu,
sem út kont árið 1919, en það voru Svartar fjaðrir. Má því segja
að kveðja þessi sé búin að vera alllengi á leiðinni, eða rúm fjöru-
tíu ár, en hún hefur hvergi birzt fyrr.
Kvæði þetta er eftir Benedikt Þorvaldsson Gröndal, og sýnir vel,
að hann hefur haft opin augu fyrir hinu unga skáldi, þegar það
kvaddi sér hljóðs, og séð að þar var á ferð „ungur andi“, eins og'
segir í kvæðinu. Gröndal sendi kvæðið þó aldrei frá sér, en gaf
það ungurn syni sínum, sem þá var farinn að fást við skáldskap-
og í vörzlu hans hefur það verið síðan.
Benedikt Þorvaldsson Gröndal, var systursonur Benedikts skálds
Sveinbjarnarsonar Gröndals. Hann var fæddur 9. ágúst 1870 að
Hvammi í Norðurárdal; varð stúdent 1893 og gekk síðan á presta-
skólann í tvö ár. Eftir það var hann skólastjóri í Ólafsvík í 10 ár, eti
lengst af var hann bæjarfógetaskrifari í Reykjavík. Hann andað-
ist 14. júlí 1938. Benedikt Þ. Gröndal fékkst töluvert við skáldskap.
og eftir hann liggja þessar bækur: Stakkurinn, saga 191(1, Ljóðmæli
1918, Öldur, sögur 1920 og Öllu fórnað, saga 1929.
J