Eimreiðin - 01.01.1961, Síða 77
^Hncjur ancli
Eftir lienedikt Þ. Gröndal.
Svartar fjaðrir, Svartar fjaðrir,
segi ég um þær líkt og aðrir:
Þær bera ekki allar blakka litinn
og bera fæstar kuflinn slitinn.
Svartar fjaðrir,
segi ég um þær líkt og aðrir.
Ungur andi, ungur andi,
ýtti snemma gnoð frá landi;
í víking yfir höf hann heldur,
hans eru vopnin sverð og eldur.
Ungur andi,
ýtti snemma gnoð frá landi.
Astir varmar, ástir varmar
eru þar og beiskir harmar,
kristalsbirta í sólarsölum,
svaitnætti í skuggadölum.
Astir varmar,
eru þar og beiskir harmar.
Svartar fjaðrir, Svartar fjaðrir,
sindra meir en flestir aðrir.
Þótt þær nefndar séu svartar,
sjá má skjótt þær eru bjartar.
Svartar fjaðrir,
sindra meir en flestir aðrir.
Krummi fljúgðu, knimmi fljúgðu,
krunkaðu snjallt og aldrei ljúgðu;
krúnkaðu um allt, er kristnar andann,
krúnkaðu um guð, um menn og fjandann.
Krummi fljúgðu,
krunkaðu og aldrei ljúgðu.
5