Eimreiðin - 01.01.1961, Page 78
Sigurður Einarsson í Holti:
Skálds og skóla-
bróður minnzt
Skrifað í tilefni sextugsafmœlis
Tómasar Guðmundssonar.
Tómas Guðmundsson
Þegar ég minnist Tómasár Guðmundssonar skálds, minnist ég'
alltaf æsku minnar. Má vera, að það sé af því, að æskan hefur verið
Tómasi trygglyndari förunautur en okkur flestum hinna. Og þess
bið ég þá, að minnzt sé um leið, að þetta er afmælisávarp en ekki
bókmenntakönnun.
Á hverju vori í meira en lnindrað ár hafa ungir sveinar mætzt á
Menntaskólaflötinni og leitt hver annan athugulum augum. Þeir
eru komnir af öllum landshornum, svolítið úrtak af fjölbreytileik
lífsins í sköpun ómótaðs persónuleika. Á hverju vori hafa þeir
vitað, að í þessum hópi eru samankomnir félagar og keppinautar á
leikvangi lærdómsiðkana og samvista nokkur komandi ár. Vera
má og að sál æskumannsins gruni að einmitt í þessum hópi sé ævi-
vinurinn, sem ungt hjarta þráir, eða andstæðingurinn, sem glettin
örlög ætla manni að eyða karlmannlegustu átökurn ævinnar við —
falla fyrir, eða sigra, þegar leikurinn er orðinn grinnn alvara.
Það var vorið 1918 sem ég mætti á hinni góðfrægu flöt, snögg-
soðinn gagnfræðingur úr Flensborgarskóla, til þess að þreyta inn-
tökupróf í fjórða bekk ásamt heimasveinunum. Það lá ekki við, að