Eimreiðin - 01.01.1961, Qupperneq 80
68
EIMREIÐIN
bekkjarbræður og auk þess æxlaðist svo til, að hann átti heima
sunnan megin við Laugaveginn eins og ég og aðeins tvö hús á milli-
Það varð óhjákvæmilega talsverður sanrgangur þarna á rnilli. — Og
þarna á Laugavegi 28 og 34 b skapaðist óhjákvæmilega dálítil ný-
lenda ungra manna og kvenna, sem áttu unaðslegar samverustundir.
Dagskylda skólans hvíldi á okkur öllum sem notalegt helsi, en það
var samt nógur tími til alls, sem var í sannleika gaman. Að syngja,
lesa og lutgsa og láta sig dreyma, og lifa og vera. En umfram allt
unnast og sjást og talast við. Þetta var dásamleg tilvera. Hinsvegar
var sá heimur, sem við lifðum í ekki allskostar vankantalaus. Hluti
af barnstrú feðra okkar var sá, að króna væri króna, ef menn voru
svo heppnir að eiga hana og sterlingspund væri sanðarvirði eða
nánar tiltekið 18 krónnr, að Jónas Hallgrímsson væri unaðslegt
skáld, sem skylt væri að kunna, og að togarar væru sú lífsklöpp, sem
persónulegur auður og viðskiptavelsæld þjóðarinnar yrði að byggj-
ast á héðan í frá og að eilífu.
En þessi hugmyndafræði var óðum að fara í mola á þeim árum.
Ég held ekki, að í allri þeirra hugmyndabyggingu standi steinn yfir
steini lengur, nema ástin á Jónasi Hallgrímssyni.
Þannig verða þau oft varanlegust hin fíngerðu, viðkvæmu verk
þeirra manna, sem eyða sér til þess að skapa hjörtum okkar athvarf
fegurðar og sannleika. Það er þess vegna sem vér minnumst Tóm-
asar Guðmundssonar á sextugsafmæli hans.
Tómas Guðmundsson varð snemma hausts 1918 lífið og sálin í
þessari nýlendu ungra námsmanna á Luagavegi 28 og 34 b, þar
sent Tómas Guðmundsson bjó uppi á lofti með vini sínurn Sigurði
Ólafssyni síðar verkfræðing. Inn í rafljósaskinið frá steinolíunrótoi'
Jónatans Þorsteinssonar kaupmanns, senr mig minnir að legði okk-
ur það til, senr við þurftum af veraldlegu ljósi, ber þá lrvern af
öðrunr þessa kæru æskuvini: Tómas Guðnrundsson frá Efri-Brú,
Halldór Guðjónsson frá Laxnesi, Sigurð Ólafsson hinn broshýra,
raungóða gestgjafa á kvistinum á 34 b, Einar Magnússon, síðar
virðulegan ylirkennara Menntaskólans, Sigurð ívarsson, gamanljóð-
skáldið allt of skammlífa, tryggðatröllið Sveinbjörn Árnason frá
Kothúsunr í Garði, Guðnrund G. Hagalín, Sveinbjörn Sigurjóns-
son síðar skólastjóra. En til lrvers er að þylja þessi nöfn. Þjóðin
hefur fyrir löngu fundið þau í röðunr sinna ágætustu nranna og
Tómas Guðmundsson hefur sjálfur lýst þessu æskulífi okkar marg-
fallt betur en ég get gert, í kvæði sínu „Við Laugaveginn".