Eimreiðin - 01.01.1961, Síða 81
EIMREIÐIN
69
Oft verður mér at vana gengið hér,
sem von á því ég eigi,
að gömul kvæði hlaupi móti mér
á miðjum Laugavegi.
En hérna voru skólaskáldin hyllt
af skáldbræðrum og vinum.
Og eitt var með þeim skáldum öllum skyllt:
Þau sköruðu frarnúr hinum.
lim heimsfrægð þá, sem hvers af okkur beið
var hinsvegar enginn vafi.
í ferskri dýrð og furðu tíminn leið.
'v'ið féllum oft í stafi.
Og ennþá legg ég leið um forna slóð
og leita helgra dóma.
En langt er síðan list og andi stóð
við Laugaveg í blóma.
Já, það verður að standa á ábyrgð Tómasar, þetta um skort á
list 0g anda á Laugavegi síðan við vorum ungir, en ég vona að
s'°na verði Laugavegur hverri nýrri kynslóð og þá verður hún
satj við okkur, þegar hún er orðin gömul en aðrir orðnir ungir.
Abærilegasta einkenni Tómasar á næstu árum og síðar var vökul,
nakvæm tillitssemi í hegðun, ástúðleg gamansemi, gázki, kæti sem
§at tendrað eins og neisti, en tempruð af hlédrægri ró, sem gat
snöggiega borið keim af fálæti. Ég held að það hafi verið blæja,
sem Tómas sveipaði um sig til þess að dylja þá innilegu góðvild
°8 htekklausu alrið, sem hann bar til alls og allra. Það gat verið
troslegt að vera svona í þessum forkunnar duglega heimi, þar
Sem ekkert rúm gat virzt fyrir fegurðardýrkanda. Allir vissu að
Tómas var skáld. En hann var mjög lítið fyrir að lesa kvæði sín.
^að var helzt þegar hann var orðinn viðskila við glaðværan hóp
n§ aðeins einn eða tveir voru eftir með honum, að hann fór með
'ýeði. Þau, sem ég heyrði þá, eru öll í frumútgáfunni af ljóða-
tok hans: „Við sundin blá“. „Þau eru mér sjálfum persónuleg