Eimreiðin - 01.01.1961, Síða 83
EIMREIÐIN
71
Ég kveð þig, ljóð mitt í ljóði.
Við sungum það eina sumarnótt —
við syngjum það aftur við djúpið rótt.
^etta eru ívitnanir í fyrstu ljóðabók Tómasar Guðmundssonar:
sundin blá. Hún kom út 1924. Þá var höfundurinn 23 ára.
^assta bók bans, Fagra veröld, kom út níu árum seinna 1933. Og
a þessum níu árum held ég, að Tómas hafi ekki birt neitt ljóð.
bann fór heldur ekki með þau í vinahópi. Það varð að orðtaki
meðal áhyggjufullra vina og aðdáenda: „Tómas er hættur að yrkja.“
^ann var að læra landafræði þeirrar veraldar, þar sem fegurðin
ein er takmarkið og vegurinn að takmarkinu. Það tekur sinn tíma
fyriralla, sem áræða að tjá sig í táknum og myndurn á máli mennskra
manna án tilgerðar og ónáttúru.
A þessum þagnarárum lýkur Tómas embættisprófi í lögum,
Segriir málfærslustörfum, ræðst starfsmaður á Hagstofu íslands,
talar fátt um skáldskap. En við, sem byrjuðum með honum glettur
'hsins á örlagaflötinni fyrir framan Menntaskólann tókum þá
eitir ýmsum breytingum á manninum. Hann var að verða viðræðu-
snillingur, ljúfur, aðlaðandi persónuleiki, fullorðinn í vitsmun-
jlrn> síungur í háttum, gáskafullur, alvörugefinn og fínlega drengja-
tegur — en jafnframt myndugur. Það kom aðallega fram í glamp-
andi tilsvörum, óvæntum og snjallfimum en alltaf þægilegum og
eirmig í því ag iata ekki að sér kveða en brosa eins og alvís bróðir,
Pegar eitthvað gefur á bátinn. Það er á þessum árum, sem Tómas
tær það orð á sig að vera fremur atkvæðasmár í lögfræðistörfum,
Jttnsýslu og fjármálum, en verður þess í stað einn eftirsóttasti sam-
•ernisnraður höfuðstaðarins, töfrari, sem allir vissu að var skáld,
P° að enginn vissi hvað hann væri að yrkja. En það var á þessum
arurn> sem ég sannfærðist um, að vinur minn bjó yfir allri bú-
'nennskugát og forsjálum hyggindum þeirra menntuðu bænda,
Sent hann átti kyn að rekja til. Ég held ég áræði að orða það svona:
þeir
verða síðast gjaldþrota, sem leggja aðaláherzlu á hjartað, ef
* haboð þess er borið frarn í einlægni. Það voru margar og yndis-
_^ar ungfrúr á þessum döguin í Reykjavík, og ég gæti búizt við
a þ*r hugsuðu nú ýmsar í virðulegum roskinleika, þegar þær
ern löngu hættar að aka branavögnum — og ekki án trega:
Við hefðum getað vakað lengur
og verið betri hvort við annað.