Eimreiðin - 01.01.1961, Síða 97
EIMREIÐIN
85
I svo fáliðuðu leikriti og hér er
II m að ræða, að hlutverkin séu í
höndutn góðra leikara. Fyrir því
hefur vel verið séð hér, þar sem eru
þau Kristbjörg Kjeld og Jón Sigur-
hjörnsson. Hlutverkin eru bæði
veigamikil og vandasöm, en leikar-
arnir sýndu að þeir voru vandan-
u>n vaxnir. Leikur Kristbjargar
Var sterkur og blæbrigðaríkur og
hún túlkaði af glöggum skilningi
andstæðurnar í sálarlífi hinnar
Ungu stúlku. Og Jón Sigurbjörns-
s°n mótaði Jerry föstum dráttum
jneð öruggum leik og næmum skiln-
lngi á persónunni. Var hér tvímæla-
laust um verulegan leiksigur beggja
teikendanna að ræða. Baldvin
Halldórsson annaðist leikstjórnina
°g er sýningin öll honum til sóma.
heiktjöldin hefur Gunnar Bjarna-
s°n gert af góðri smekkvísi og
indriði Þorsteinsson hefur þýtt
'eikinn á lifandi mál, en ekki
hnökralaust.
Ll'-IKFÉLA G REYKJA VÍKUR.
I.
Leikfélag Reykjavikur frumsýndi
a s-i- leikári gamanleikinn „Grcenu
b'ftuna“ eftir Avery Hopwood og
óf nú í haust starfsemi sína með
Hamhaldssýningum á leiknum. Er
sýningum á lionum nýlega lokið og
Urðu þær fjörutíu frá því hann var
hurnsýndur í maí 1960. Höf. leiks-
*ns var um skeið einn af mikilvirk-
Ustu og vinsælustu leikritahöfund-
Uni Bandaríkjanna, en hætti allri
e'kritun árið 1925, þá á miðjum
aldri. Vinsælasta leikrit hans er án
efa „Græna lyftan“, enda er leik-
urinn enn þá í góðu gengi víða um
heim. Efni leiksins er hvorki marg-
þætt né torskilið, en það er smellið
og nær fyllilega þeim tilgangi sín-
um að vekja áhorfandanum hress-
andi hlátur. Einkum eru 1. og 2.
þáttur vel samdir, en þegar fram
í 3. þátt kemur skiptir nokkuð um
svip. Verður leikurinn þá svo ærsla-
fenginn að segja má að það sé ein-
um of mikið. En hvað um það, —
leikurinn færir okkur karlmönnun-
um, en þó einkum þeirri tegund
sem eiginmenn kallast, ýmis góð og
gild „lífssannindi" og lætur okkur
skyggnast inn í hugskot konunnar,
eða nánar tiltekið, eiginkonunnar,
þessa furðuverks sköpunarinnar,
sem er jafn torræð og jafn yndisleg
í dag og hún var daginn sem hún
gaf Adam náðargjöf syndarinnar í
Edenslundi forðum. — Að vísu
munum við margir hafa haft hug-
boð um þessi „lífssannindi" áður,
og liafa hagað okkur eftir því, með
misjöfnum árangri þó, enda mikið
undir mótleikandanum komið í
því efni hverju sinni.
Leikstjórinn, Gunnar R. Hansen,
hefur skapað leiknum hinn rétta
blæ og stemningu og blásið lífi í
hvert atriði með eðlilegum hraða
leiks og góðum staðsetningum.
Aðalhlutverkin, Billy Bartlet og
Blanny Weeler, voru í höndum
þeirra Árna Tryggvasonar og
Helgu Bachmann. Fóru þau bæði
vel og skemmtilega með hlutverk
sín. Sigríður Hagalín lék Lauru,
eiginkonu Billy, Steindór Hjör-
leifsson Weeler eiginmann Blanný’s