Eimreiðin - 01.01.1961, Blaðsíða 104
92
EIMREIÐIN
1935—36. Einnig mætti geta ferðar dr.
Jónas frá Wien og einnig Paul Her-
manns og félaga 1935—36.
Ætla má, að erlendu fólki þyki
nokkur fengur í bók þessari, því
þarna sést þó eitthvað í líkingu við
það, sem hugarheimur þess leitar að á
íslandi. Það eru ekki iðjufyrirtæki,
virkjanir og landbúnaðarvélar, sem
það væntir að sjá á landi hér. Held-
ur ekki þau fáu appelsínutré og mel-
ónur, sem hægt er að rækta við jarð-
hita. Hið lirikalega landslag og við-
átta öræfanna er óviðjafnanlegt.
Sérhæfðar bækur um Heklu og gos-
frásagnir, bækur um jökla og hraun,
og síðast en ekki sízt: um íslenzka
hestinn og dásamlega fallega fjárhund-
inn okkar, einnig hreindýr, eru góð
landkynning.
Ef alvara fylgir þeirn áætlunum að
gjöra Island hlutgengt sem ferða-
mannaland, Jxí eru slíkar bækur gott
framlag í því augnamiði.
Hvað landsmenn snertir þá eru Jtær
bækur hæfileg lexía fyrir unga sem
gamla, þó frekar æskuna, sem virðist
vanta verkefni sem krefjast dugnaðar
og áreynslu. Sérstaklega er Öræfajök-
ull vel fallinn til skíðaferða að vor-
lagi, og gönguferða síðari hluta sum-
ars.
Yfirleitt eru myndirnar góðar og
sumar framúrskarandi. Aðeins vil ég
gjöra þá athugasemd, að mynd nr.
65, „Sprengjugígur við Kverkfjöll“,
mun sýna jarðhitasvæði en ekki
sprengjugíg. Hefi ég oft flogið yfir
þetta svæði og séð hvernig jarðhita-
svæði flytjast stað úr stað, hið sama
skeður við Torfajökul. Einnig myndi
ég ekki telja Þumal (mynd nr. 12)
ógangandi. Hef ég athugað tindinn og
tel það aðeins tæknilegt atriði. Með
nægum járnfleygum og töluverðri
vinnu geta 2—3 þolinmóðir og vanir
fjallgöngumenn unnið tindinn. Súlu-
tindur á Eystrafjalli er erviðari.
Það er alkunnugt að Prentsmiðjan
Oddi hefur leyst myndprent vel af
hendi, og hefur þaö ekki brugðizt hér.
Litbrá — offsetprent — liefur einnig
unnið sitt verk vel. Þó er ýmislegt sem
bendir til þess að um flýtisverk hafi
verið að ræða, en slíkt er ekki heppi-
legt með litprent. A ýmsum eintökuffl
sem ég hefi athugað er ekki laust við
að randir mynda hafi klesst í gegn,
eða Jjá ruglað eða leyst upp aðra liti-
Annars er mótagerð mjög vönduð.
Niðurröðun mynda er ekki full-
komlega góð, og myndaval nokkuð ein-
hliða. Sumstaðar eru skyldar myndir
látnar jaðra saman í miðju, svo lýti
eru að, t. d. Útsýn af Hvannadals-
hnúk, myndir nr. 2 og 3. Sama með
myndir frá Grímsvötnum nr. 25 og 26,
einnig hinar fögru myndir úr Stóru-
gjá nr. 53 og 54. Með livítri rönd
1—U/2 cm hefði Jietta lagast. Illa hef-
ur líka tekizt með nafn bókarinnar á
umslagi, það vegur salt á lirikaleguffl
ísdrang á efsta horni, en hæfilegur
staður er neðan til á umslaginu.
Verst eru þó spjöll á saurblöðum-
Hinar lágkúrulegu skrípamyndir eru
seinheppilegar, hefði t. d. mátt nota
kort eða planteikningar. Hinn ágæti
teiknari, Halldór Pétursson, hefði
vissulega getað gert betur, þegar uffl
jafnstílhreina bók er að ræða.
Guðmundur frá Miðdal.
NÚ BROSIR NÓTTIN. Æviminn-
ingar Guðmundar Einarssonar; ritað
hefur Theódór Gunnlaugsson. Bóka-
forlag Odds Björnssonar, Akureyri-
Fjöldi ævisagna hefur ritaður veriö
á síðustu áratugum, er það þarft verk,
því að „aldamótafólkið" hefur sérstöðu
um svo margt, sent að líkindum mun
aldrei henda hér á landi síðar. Við