Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1971, Page 43

Eimreiðin - 01.01.1971, Page 43
ÍSLANDS HRAFNISTUMENN angri en sigla án frekari tafar nreð meistara sinn til hafnar og færa hann í hendur þar til lærð- um mönnurn. Eins og alþjóð má kunnugt vera, er mönnum ekki sérlega gefið um að tefla lífi sínu í stór- felldan voða, svona að ástæðu- lausu, utan þá hrafnistumönn- um sjálfum. Því var það að eng- inn yfirvélameistari fékkst í landi í stað þess, sem sjúkur lá, og vegur upphefðar og konungs- dóms greiddist hinum landlausa vélamanni. Ekki spillti það held- ur fyrir, að hann hafði að minnsta kosti þrívegis séð niður í vélarúm skips og nreira að segja eitt sinn verið viðstaddur gang- ísetningu, þó nú væri langt um liðið. Þannig var sem sagt orðið ástatt um borð: annar vélamað- ur orðinn yfirvélameistari er téð veltikolla sigldi frá landi, einn frægan veðurdag. Hinn nýi meistari dvaldist langtímum í ríki sínu á útstím- inu, við að kanna mátt sinn og megin. í lúkarnum sat blókin og beið þess að ástvinur hans lyki athug- unum sínum og hyrfi til hans frarní. Hann sat við borðið, maulaði hagldabrauð og virti fyrir sér kokkinn, þar sem liann lá snorlandi á bekknum and- spænis. Önnur höndin lá á borð- brúninni, fjólublá hönd með 39 tveimur kartnöglum og þremur sorgarröndum digrum. Honum fannst að kokkshönd hlyti að vera öðruvísi en annarra rnanna hendur, og hann horfði á sínar eigin, en sleppti öllum saman- burði, af ókunnum ástæðum. Hann beit bara í hagldabrauðið, hagræddi sér á bekknum og beið vinar síns óþreyjufullur. Hann ætlaði að spurja hann hvert álit Iiann hefði á æskilegum mun kokkshanda og annarra manna handa. Svo kom vinurinn, sem orðinn var yfirvélameistari, og blókin ávarpaði hann með óþreyjufullu og langdregnu — jæja —. Þá varð þögn. Nýorðinn yfirvélameistari horfði upp í þilfarið og leitaði að fantinum sínum, sem hékk með öðrum föntum þar niður úr. Þeir höfðu eins lita fanta vinirnir, ómerkta, því það sak- aði ekkert þótt þeir rugluðust þeirra á milli. Loks fann yfirvélanreistari sinn eiginlegn fant settist frarn- arlega á bekkinn, án þess að fá sér kaffi, en dró þess í stað gul- leitan borða upp úr vasa sínum og vafði utan um haldið á fant- inum. Blókin virti hann fyrir sér, svolítið undrandi og sljór. Svo sagði hann: Jæja? Jæja hvað? hváði yfirvéla- meistarinn skringilega.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.