Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1971, Blaðsíða 22

Eimreiðin - 01.09.1971, Blaðsíða 22
86 EIMREIÐIN tíma og tíma að lenda í skugga, þykja lítt athyglisverður meðan ný- stirnin og gervitunglin þjóta hjá — og hverfa síðan, fl'est fyrir fullt og allt. Kristmann er enginn tízkuhöfundur, og þeir sem liæst hafa í blöð- um og öðrum fjölmiðlum um skáldskap þjóðarinnar hrópa fremur húrra fyrir einhverjum öðrum en honum. Við því er ekkert að segja, þetta fer ný saga og einnig gömul. Melville gleymdist í 100 ár. Þá kom heimur- inn loksins auga á Moby Dick — livíta búrhvelið ósigrandi. — Auðvitað ætla ég engu að spá um bókm'enntalega framtíð Kristmanns Guðmundssonar, spámaður er ég enginn, aðrir reyndar ekki heldur. Ég er aðeins að benda á, að of snemmt sé að leggja dóm á, hvað lifa muni og hvað muni gleymast af þeirri list, sem í okkar tíð er Verið að skapa. Við getum aðeins sagt: „Það lifir, sem lífsgildi hefur“, en maður er jafn- nær, spakmælið ræður ekki gátu framtíðarinnar, heldur kemur orðurn að staðreyndinni, — iklæðir hana sígildum búningi orðsins. Kristmann fluttist heim til íslands rétt áður en heimsstyrjöldin skall á. Þá verða skörp þáttaskil í lífi hans. Hann heldur áfram að skrifa sem fyrr og bækur hans birtast hver af annarri, en kjör hans þrengjast. Að- stæðurnar kreppa að honum, en hann starfar af kappi og ræktar í tóm- stundum sínum fegursta skrúðgarð við íbúðarhús sitt. Táknlega talað baðaði Kristmann Guðmundsson ekki lengur í rósum, eins og hann hafði gert austur í Oslóborg, 'en nú gerði hann það í bókstaflegum skilningi í Hveragerði, því að án rósa getur hann aldrei unað liag sínum. Það er augljóst, að ekki er allt jafngilt í höfundarverki Kristmanns, en meta ber hann, og hvern og einn, eftir því bezta, sem hann vann. Við metum skáldið Hallgrím Pétursson eftir Passíusálmum hans, en ekki eftir Króka-Refsrímum. Með þeim orðum vil ég ljúka máli mínu. Ég þakka Kristmanni Guð- mundssyni fyrir hönd „Félags íslenzkra rithöfunda" hið mikla dagsverk hans í grasgarði islenzkra bókmennta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.