Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1971, Qupperneq 35

Eimreiðin - 01.09.1971, Qupperneq 35
MEISTARINN 99 dankaða nærflík, mösuðu saman með lágum blæbrigðalitlum rómi sem álengdar gat jafnvel minnt á suð flugna, réttu snögglega úr sér með stuttum dæsingum og hendi á mjóhrygg, kreppta, snúandi lóf- anum út; vörpuðu þá fram stutt- aralegri athugasemd og litu útí bláinn píreygðar. Þetta voru konur á öllum aldri, allt frá stútungsstelpum til visinna kerlinga, sem kjöguðu um lil'ein- ana innskeifar og flatfættar af ævi- löngum þvælingi um fjörugrjót. Inná milli voru mæður stelpn- anna, dætur kerlinganna, strintu- legar og gjallradda barnakon- ur. Þrjár kynslóðir á planinu; elju- samt fólk, handíljótt. Já, puð þessa nægjusama al- þýðufólks er hvílandi fyrir lúin ferðamann að horfa á svona í morgunkyrrðinni. Það er hrífandi, næstum grátlegt. Alþýðufólk? Hin vinnandi stétt? Já, já, vissulega. Þröngsýnt vanadrepið, hundleiðin- legt fólk? Líka rétt. H'efur þá upp róm sinn maður einn á stakstæðinu nefhár nasa- víður lágur til linés og fótstuttur, skrokkmikill og axlasigin, hand- leggjalangur og krækir þeim sam- an yfir höfði sér að sið manna þeirra er á íþróttaleikvangi telja sig sigur unnið hafa, og er radd- styrkur mannsins slíkur sem gjall- andi þokulúðra þeirra er landpóst- ar beittu á snjóhengjur til að hleypa þeim á slóð sína og dyljast svo útilegumönnum þá þeir fóru óbyggðu, svo breytt raddsviðið að stundum er sem steðji fram skriða um klettótt land hrífandi með sér stórgrýtið, en stundum sem jargan- mikið orkester hleypi upp tólum sínum öllum, hver sem helzt má hann. Og hleypur upp í samri svip- an hundurinn með fádæmil'egu ýlfri en gellur fávitinn. Um síðir urðu numin þessi orð: „Þið eruð fólkið,“ segir hin mikla raust, „hið einstaka óútskýranlega mannkvik- indi margfaldað og samanþrykkt í þar af leiðandi ennjaá skrýtnara fyrirbæri nefnilega fólkið sem er jarðarbörnin, þið Lúterar hvers- dagsleikans með ykkar: hér stend ég, ég get ekki annað. Karlmenn- irnir eru arðrændir, konurnar fífl- aðar; er það ekki skrítið, ó, fólk? En þér salnist saman í fylling tím- ans í eitt ægilegt vopn sem lagt verður að kverkum mannvonsk- unnar og skorið á segi ég, skorið á. Þið eigið svo bátt að verða að strita á þessu stakkstæði og fá saltflumbr- ur á hendurnar. Enginn h'engir þjófabjöllu uppyfir ykkar dyrum. Fallinn er Gunnar bóndi, brunn- inn Njáll, praktískt talað. Lagst hefur af hetjuskapur í héraði og tekin upp fjárpynt, ljótur siður. Karlar, takið snæri ykkar og hnýt- ið saman hendur fjárplógsmann- anna. Konur, setið þá í ballarstraff. Þér lítil sigldu manneskjur sem nú heyrið búktal þrumuséffans af vör- um mér, vita skuluð þér að önnur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.