Eimreiðin - 01.09.1971, Blaðsíða 25
Ilm bókaútgáfu
í Færeyjum
♦-------------
Á ársfundi Norræna rithöfundaráðsins, sem haldinn var í Osló í
haust urðu nokkrar umræður um aðstöðu færeyskra rithöfunda.
Vegna fámennis þjóðarinnar er bókaútgáfa í Færeyjum að sjálf-
sögðu miklum örðugleikum háð, en þar eru nokkrir athyglisverðir
rithöfundar, og er aðstaða þeirra til þess að koma verkum sínum á
framfæri mjög erfið og algengt að þeir verði sjálfir að kosta útgáfu
verka sinna. í tilefni af þeim upplýsingum sem fram komu á fund-
inum í Osló, skoraði Norræna rithöfundaráðið á færeysk yfirvöld
svo og menningarmálanefnd Norðurlandaráðs, að koma til liðs við
færeyska rithöfunda og stuðla að eflingu færeyskra bókmennta með
því að búa höfundum í Færeyjum starfsskilyrði, sem sambærileg
geta talizt við það, sem gerist meðal annarra Norðurlandaþjóða.
Þetta var fyrsti fundur Norræna rithöfundaráðsins þar sem full-
trúar mæta frá færeysku rithcifundasamtökunum og vöktu upp-
lýsingar þeirra mikla athygli fundarmanna. Fulltrúar Rithöfunda-
félags Færeyja voru Jens Pauli Heinesen, formaður félagsins og
Olavur Michelsen, varaformaður þess.
Rithöfundafélag Færeyja var stofnað fyrir 15 árum og í því eru nú
rúmlega 50 félagsmenn. Það er hlutfallslega há tala, þegar tillit
er tekið til þess að í Færeyjum búa aðeins um 40 þúsund manns.
Skýring þeirra félaga á þessu var sú, að inntökuskilyrðin í félagið
væru rúm, og að í því væru ýmsir fleiri, en þeir sem eingöngu rita
fagurfræðilegar bókmenntir, og meðal félaga eru skólabókahöfund-
ar, fræðimenn og ýmsir aðrir er sýnt hafa skáldskap og bókmenntum
mikinn áhuga og skrifa reglulega í blöð og tímarit um bókmenntir.
Jens Pauli Heinesen sagði, að þátttaka allra þessara aðila styrkti
samtökin, því að hinir fáu rithöfundar, sem búsettir eru í Færeyj-
um mættu sín lítils einir sér.
Höfuðmarkmið Rithöfundafélags Færeyja er að vinna að liags-
munamálum færeyskra rithöfunda, vernda réttindi þeirra og vinna
að aukinni útbreiðslu bóka þeirra. í sjálfu sér virðist þetta hlutverk