Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1971, Blaðsíða 52

Eimreiðin - 01.09.1971, Blaðsíða 52
116 EIMREIÐIN Þannig liðu árin, með fleiri sár- um atburðum en ljúfurn. Svo varð hann læs á bók, og þá laukst upp fyrir honum nýr og dásamlegur heimur. Veröldin breytti lit og líf hans varð allt bærilegra en fyrr. Oft á tíðum unaðssamlegt, í heimi óðs og ævintýra. Að vísu var bóka- kostur takmarkaður, þó allgóður, að þeirrar tíðar hætti. En jafnframt draumaheimi bók- anna kom annar h'eimur í ljós, heimur strits og þreytu. Lítt búinn að klæðum, með frostbólgnar hend- ur og fætur, varð hann á vetrum að bera vatn í bæ og peningshús, i þungum tréskjólum. Sópa krær og garða, flytja. hey á milli húsa, smala fé og hrossum og fara í fjósið kvölds og morgna. Hin blíða ver- öld bókarinnar gat því eigi birzt fyrr en um náttmál, er hann var skriðinn undir brekánið sitt, hjá ósandi týruloga á rúmaranum. Löngurn höfðu stjúpbræður hans verið honum svarakaldir, sem átti sinn þátt í 'einræni hans og snemm- borinni íhygli, en nú voru þeir farnir til sjóróðra í útver. Hann réri einnig út, þegar stund- ir liðu, og átti þar flest sín beztu ár við sand og sjó. Þar eignaðist hann sínar fyrstu bækur, að vísu ekki margar, en honum dýrmætar. íslendingasögur og nokkrar kvæða- bækur 19. aldar skálda. Langa sagnakafla, ljóð og dróttkveðnar vísur kunni hann utan að, og hafði stundum á góðu dægri látið eitt og annað fjúka í þeim dúr, þegar sk'elin opnaðist. Þess vegna var Sakki skepnan að skensa hann með Snorra og fleiri fornskáldum. Samsettur maður Sakki. Líklega gott efni í æsku? Höfðingjakyn og allt þess háttar, jú jú, en nú eisan ein, og sannaðist þar sem löngum fyrr, að aumur er agalaus rnaður. Enn gat hánn þó vterið að gantast við starfsstúlk- ur og kerlingar á Heimilinu og staupa sig í laumi, þegar færi gafst á. En hvað þurfti hann að láta karlræfilinn villa um sig? Ekki var Sakki garmurinn svo merkilegur nú orðið, óekki. Stund og stund var þó skemmtun að honum, vegna glaðlyndis hans og kjaftháttar, þótt leiðigjarn yrði til langframa.- Enn dimmdi á tjaldi minning- anna. Hann sá sig standa við opna gröf, í hverri lágu tvær svartar kistur hlið við hlið. Það var kon- an hans sáluga og einkasonur, sem fórst í brimlendingu sama daginn og móðir hans skildi við. Það var þung byrði að axla og næturnar í gömlu sjóbúðinni urðu langar og myrkrið svart, en engin skyldi sjá honum brugðið í orði 'eða æði. „Skafl beygjattu skalli, þótt skúr á þig falli.“ Þá var loks gott að hafa átt erf- iða æsku, og lært ungur að dylja sinn innri rnann. En sárt, svo sárt, að enn olli minningin honum klökva og kvíðaþungum harmi. Tíminn læknar öll sár, segir fólk,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.