Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1971, Blaðsíða 2

Eimreiðin - 01.09.1971, Blaðsíða 2
66 EIMREIÐIN þeirra, sem við verk hans vinna eða um það fjalla. Það mun til dæmis ekki óalgengt að höfundur bókar fái minna greitt fyrir hug- verk sitt, en setjari í prentsmiðju fyrir að setja handritið! Langmestur hluti af þeim tekjum, sem verða til vegna starfa rit- höfundarins, rennur til greiðslu á launum og arði til annarra starfs- hópa, sem ýmist vinna að útgáfu eða kynningu bókmenntaverka, svo sem útgefandanna sjálfra, prentara, bókbindara, bóksala, bóka- varða, bókmenntagagnrýnenda, kennara í bókmenntum og fleiri að- ila. Síðast en ekki sízt nýtur svo ríkið mikilla tekna beint og óbeint af bókaútgáfunni í landinu, og þar með af verkum skálda og rit- höfunda. Rithöfundar eru því stórfelldir veitendur — ekki aðeins í and- legum efnum, heldur einnig á efnahagssviði þjóðarinnar. Það er með öðrum orðum ekki einvörðungu, að þeir stuðli að atvinnu og afkomu fjölmennra stétta og starfshópa, heldur eru þeir drjúgur blóðgjafi í hinn — oft á tíðum vannærða og þurftarfreka þjóðar- líkama — Auk allra skattatekna, sem ríkissjóður og sveitarfélög hafa af öllum þeim, sem atvinnu hafa af bókagerð, dreifingu bóka og þeim, sem um bókmenntir fjalla, skattleggur ríkið bækurnar sjálfar til eigin þarfa, með fl% söluskatti. Þessi söluskattur leiðir af sér hærra bókaverð, en ella mundi vera, og þar af leiðandi rýrða tekjumöguleika fyrir rithöfunda að því er ritlaunin snertir. Rithöfundar hafa löngum litið þessa fjáröflunarleið ríkissjóðs óhýru auga, og telja að bókmenntastarfsemi í landinu skapi ríkinu það miklar tekjur á öðrum sviðum, að ríkissjóður mundi ekki kom- ast á vonarvöl þótt hann gæfi eftir söluskattinn af bókum. En það er nú svo, að flestir þeir skattar, sem uppfundnir hafa verið, eru eins konar draugar, sem örðugt er að kveða niður. Þess vegna hafa rithöfundasamtökin stungið upp á því, að ef söluskatturinn á bók- um er valdhöfum eitthvert sáluhjálparatriði, þá sé hann látinn standa, en tekjunum af honum beint í annan farveg en verið liefur, og í stað þess að renna beint í ríkissjóð verði hann notaður til þess, að bæta kjör og starfsaðstöðu rithöfunda í landinu. Ein af kröfum rithöfundaþingsins haustið 1969 beindist einmitt í þessa átt. En þingið taldi það óhæfu að söluskatturinn, sem að meginhluta er arður af störfum íslenzkra rithöfunda renni í ríkis- sjóð, meðan höfundar vita ekki hvernig þeir eiga að geta gefið sig að ritun bóka, sem nauðsynlegar eru vegna almenningsþarfa. Einhver kann ef til vill að segja, að raunverulega endurgreiði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.