Eimreiðin - 01.09.1971, Blaðsíða 28
Minning
um
Nonna
Eftir
Bjarna Guðmundsson
Það var í júní 1930 og Alþingishátíðin var á næsta leiti. Margir
gestir voru í bænum, og veðrið skartaði sínu fegursta. Þrátt fyrir
kröpp kjör í daglegu amstri, lá vel á öllum, og allir voru í hátíðar-
skapi.
Einn þessara björtu daga var ég að selja Vísi og Alþýðublaðið
niðri í Austurstræti. Kom þá maður eftir götunni, og var sá ekki
hár í lofti, en þrekinn nokkuð. Hann liafði slá á berðum og flatann
batt á böfði. Hann var með silfurgráan hökutopp, og fannst mér
allt fas bans bera með sér, að hann væri ekki íslendingur. Nálægð
hans orkaði þannig á mig, að ég varð sem dáleiddur, og þegar bann
kom á móts við mig spurði ég bann formálalaust:
,,Heitir þú ekki Nonni?“
Ég man glöggt eftir svari bans, eitt stutt „Jú“.
Síðan spurði bann mig margra spurninga, og við settumst á tröpp-
urnar á Reykjavíkurapóteki og spjölluðum saman. Ég sagði bon-
um eins og var, með stolti, að ég væri búinn að lesa allar bækurnar
lians. Éærðist þá bros yfir andlit ltans, og gleðiglampa brá fyrir
í augunum. Ég held, að ég segi það satt, að við böfum báðir notið
þessara mínútna fullkomlega. Allt í einu sá ég, aðhann tók viðbragð,
stóð snöggt upp og horfði á mann nokkurn, sem kom gangandi eftir
götunni. Ekki treysti ég mér til að lýsa honum, en Nonni gekk á
móti honum og spurði: