Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1971, Blaðsíða 66

Eimreiðin - 01.09.1971, Blaðsíða 66
130 EIMREIÐIN Hún var ómetanlegur förunaut- ur manni sínum, „sem stóð við hlið lians og studdi í blíðu jafnt sem stríðu, með hugprýði og h'etju- skap, í gegnum allt hans líf“, eins og Jón J. Bíldfell, sem þeim mál- um var gagnkunnugur,, segir fag- urlega og réttilega í formálanum að úrvalinu úr ritum og ræðum séra Jóns, sem kirkjufélagið gaf út á aldarafmæli hans (Winnipeg, 1946). Frú Lára naut einnig að verðleikum víðtækrar virðingar og vinsælda. I sumum fyrirlestrum sínum veg- ur séra Jón djarflega að því, sem honum þótti miður fara í trúmál- um og öðrum efnum heima á ætt- jörðinni, og mættu þær árásir hans, að vonum, hörðum mótmælum úr ýmsum áttum. En enginn skyldi þó ætla, að séra Jón liafi eigi unnað íslandi af djúpum ogheitum huga. Gagnrýni hans á því, sem honum þótti þar miður fara, var eimitt sprottin upp úr jarðvegi djúpstæðrar ástar hans á íslandi og íslenzku þjóð- inni. Heill lands og þjóðar og framfarir voru honum hugstæð mál og hjartfólgin, eins og hann sýndi bæði í orði og verki. Prédikun hans við fyrstu ísl'enzku guðsþjónustuna í Vesturheimi á þjóðhátíð Islendinga í Milwaukee, Wisconsin, 2. ágúst 1874, var af- burða snjöll og áhrifamikil, þrung- in trúarhita og eldheitri, en Jjó víðsýnni ættjarðarást, enda hafa forystumenn í Jjjóðræknismálum Islendinga vestan liafs oft til lienn- ar vitnað í ræðum sínum. (Smbr. erindi mitt „Nítíu ára afmæli vest- ur íslenzkrar Jjjóðræknisstarfsemi", er flutt var í Háskóla íslands sum- arið 1964, og prentað í Skírni sama ár). En við lestur umræddrar 'ævi- sögu séra Jóns hafa sótt á hug minn drengileg ummæli séra Þórhalls Bjarnarsonar biskups í minningar- greininni um hann í Andvara (1915): „Það hefir varla annar maður ís- lenzkur, að Jóni Sigurðssyni frá- skildum, Jjessa síðustu mannsaldr- ana, halt jafnmikla leiðtogahæfi- leika og séra Jón Bjarnason. Veld- ur Jjar miklu um, hvað allir voru sannfærðir um óeigingirni hans, jafnt vinir sem óvinir. Hann barð- ist ávallt fyrir hugsjónum sem voru honum helgar og dýrar. Um sjálfan sig hugsaði hann aldrei neitt. Eins hlutu menn að finna j)að og játa, hve hreinn og beinn hann var í öllum orðum og skipt- um. Óvæginn var liann og harð- skeyttur, en um leið átti hann til svo mikið og alveg óviðjafnanlegt ástríki, og J)ví var honum ljúfast og kærast að beita, og J)að aflaði honum svo margra og trúrra vina.“ Saga séra Jóns Bjarnasonar er órjúfanlega samanofin kristni- og kirkjusögu íslendinga í Vestur- heimi, og menningarsögu þeirra með öðrum hætti. Með ítarlegri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.