Eimreiðin - 01.09.1971, Blaðsíða 40
104
EIMREIÐIN
sem nægir til að lirífa þann mann
sem er orðinn þjónn sjáll's sín?“
Meistarinn baðaði út höndunum
og hrópaði: „Börnin mín, komið
framúr felustöðum ykkar, komið
uppúr holum ykkar; ég er hið ytra
afl sem hjálpar ykkur til ummynd-
unarinnar. Óttist mig ekki, ég ætla
ekki að svipta ykkur hatri ykkar.
Þvert á móti: hatið hvert annað;
hatur er krydd lífsins. En ég býð
ykkur: leysið úr læðingi andann
í líkama ykkar, gerið líkamann að
tjáningartæki hans og hann að
tæki vilja ykkar.“
Og meistarinn sagði: „Heyrið
orð mín sem væri þau mælt af
þjóni ykkar og hunzið liúsbændur
ykkar frá þessaii stundu. Virðið
varðveitendur sáttmálsarka en lút-
ið þeim ekki. Og börnin mín, gerið
konur ekki að körlum né karla að
konum. Eitt skal ekki yfir alla
ganga heldur heyri hver fyrir sig.“
Og meistarinn baðaði út hönd-
unum eins og hann væri að reyna
að hefja sig til flugs af þakinu:
„Eitt sinn var sagt: ekkert af þess-
um heimi er gott. Ég segi: jiessi
heimur er ekki til og því ástæðu-
laust að jafna honum til eins eða
annars. Við erum hlutar af líf-
rænni samfellu sem þenst út í rúmi
og tíma fyrir tilstuðlan vilja okk-
ar, eins meira en annars. Játist ekki
undir annan sið en þann sem ykk-
ar eigin hyggindi blása ykkur í
brjóst."
Meistarinn var þagnaður og sat
á þakbrúninni. Enginn var sjáan-
legur nærri. Hann vingsaði fótun-
um ólundarlegur á svip, horfði út-
yfir þorpið. Húskumbaldar úr
timbri stóðu í brekku niður af lág-
um ás óskipulega; staðallinn:
trappa, dyr, einn gluggi hvorum
meginn, bratt þak og strompur á
miðjum mæni. Hússkrokkur báru-
járnsklæddur og gulur, J:>ak rautt
'eða grænt. Bíslög voru af mismun-
andi gerðum og gengið var innum
sum Joeirra við húsgaflinn. Einnig
auðsær stærðarmunur á húsunum.
Hliðar þeirra skyggðar, skuggar
Jreirra litlir: sól hátt á lofti. Hér
og þar andlit í gluggum bakvið
gardínur.
Faktorshúsið útfrá, uppfrá, ofan-
við; rautt með útskornum upsum.
hangað mændi meistarinn. Þaðan
kom fávitinn, berandi skjólu nið-
ur brattan svo ískraði í, sparkaði
undan sér steinvölu.
Meistarinn studdi lófum á Jjakið
og hoppaði niður. Hann gekk til
móts við vegfarandann, sem afhenti
honum fötuna. Þ'eir gengu og
hurfu úr augsýn niður fyrir skúr-
inn.
Flugnasuð; heyrist eitthvað frá
hafi? Nei, sjórinn var lygn þenn-
an morgun, svalvíður sjórinn.
Þrír menn mætast á Jrorpsgöt-
unni og lalla í hægðum sínum nið-
ur að skúrnum. Þar tekur einn upp
pontu og þeir láta hana ganga á
milli sín áður en þeir taka svo til
orða.