Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1971, Qupperneq 40

Eimreiðin - 01.09.1971, Qupperneq 40
104 EIMREIÐIN sem nægir til að lirífa þann mann sem er orðinn þjónn sjáll's sín?“ Meistarinn baðaði út höndunum og hrópaði: „Börnin mín, komið framúr felustöðum ykkar, komið uppúr holum ykkar; ég er hið ytra afl sem hjálpar ykkur til ummynd- unarinnar. Óttist mig ekki, ég ætla ekki að svipta ykkur hatri ykkar. Þvert á móti: hatið hvert annað; hatur er krydd lífsins. En ég býð ykkur: leysið úr læðingi andann í líkama ykkar, gerið líkamann að tjáningartæki hans og hann að tæki vilja ykkar.“ Og meistarinn sagði: „Heyrið orð mín sem væri þau mælt af þjóni ykkar og hunzið liúsbændur ykkar frá þessaii stundu. Virðið varðveitendur sáttmálsarka en lút- ið þeim ekki. Og börnin mín, gerið konur ekki að körlum né karla að konum. Eitt skal ekki yfir alla ganga heldur heyri hver fyrir sig.“ Og meistarinn baðaði út hönd- unum eins og hann væri að reyna að hefja sig til flugs af þakinu: „Eitt sinn var sagt: ekkert af þess- um heimi er gott. Ég segi: jiessi heimur er ekki til og því ástæðu- laust að jafna honum til eins eða annars. Við erum hlutar af líf- rænni samfellu sem þenst út í rúmi og tíma fyrir tilstuðlan vilja okk- ar, eins meira en annars. Játist ekki undir annan sið en þann sem ykk- ar eigin hyggindi blása ykkur í brjóst." Meistarinn var þagnaður og sat á þakbrúninni. Enginn var sjáan- legur nærri. Hann vingsaði fótun- um ólundarlegur á svip, horfði út- yfir þorpið. Húskumbaldar úr timbri stóðu í brekku niður af lág- um ás óskipulega; staðallinn: trappa, dyr, einn gluggi hvorum meginn, bratt þak og strompur á miðjum mæni. Hússkrokkur báru- járnsklæddur og gulur, J:>ak rautt 'eða grænt. Bíslög voru af mismun- andi gerðum og gengið var innum sum Joeirra við húsgaflinn. Einnig auðsær stærðarmunur á húsunum. Hliðar þeirra skyggðar, skuggar Jreirra litlir: sól hátt á lofti. Hér og þar andlit í gluggum bakvið gardínur. Faktorshúsið útfrá, uppfrá, ofan- við; rautt með útskornum upsum. hangað mændi meistarinn. Þaðan kom fávitinn, berandi skjólu nið- ur brattan svo ískraði í, sparkaði undan sér steinvölu. Meistarinn studdi lófum á Jjakið og hoppaði niður. Hann gekk til móts við vegfarandann, sem afhenti honum fötuna. Þ'eir gengu og hurfu úr augsýn niður fyrir skúr- inn. Flugnasuð; heyrist eitthvað frá hafi? Nei, sjórinn var lygn þenn- an morgun, svalvíður sjórinn. Þrír menn mætast á Jrorpsgöt- unni og lalla í hægðum sínum nið- ur að skúrnum. Þar tekur einn upp pontu og þeir láta hana ganga á milli sín áður en þeir taka svo til orða.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.