Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1971, Síða 51

Eimreiðin - 01.09.1971, Síða 51
haust 115 um ættmönnum hans fyrir aldur fram, og alla vega drepið fyrir þeim kýr og hesta í tugatali. Hver heldurðu að trúi svona skröksögum? Þeim skaltu ljúga í aðra en mig, segir Magga, snefsin og strikar inní eldhús, að upp- þvottavaskinum. Jæja, jæja ljósið mitt, s'egir Sakarías sáttfúsum rómi, en ég er hálfsmeykur um, að Baldi karlinn trúi þessu nú samt sjálfur, þótt hann hafi aldrei ófreskur verið, það ég veit til. Sakarías leggur frá sér bókina um Sifursokka, slær sig utan og þreifar í alla vasa, en finnur ekki það, sem hann leitar að, kallar: Magga, Magga hvar er pungurinn minn? Magga, framanúr 'eldhúsi: Dé- skotan sjálfan veit ég um það. Ertu búinn að týna undan þér, eða hvað? Ég hélt það fylgdi hverjum sem fast er við hann. Sakarías hlær hátt og lengi. Ekki vantar sem sé kjaftinn á keiluna, segir hann. Skimar síðan hátt og lágt um stofuna og kemur auga á úttroðinn neftóbakspung, á hillu hjá útvarpstækinu. Trítlar þang- að, rekur utanaf kyllinum langan þveng, nuddar opið nokkrum sinn- um og fær sér duglega í nefið.--- Uppi á loftinu h'efur Garibaldi enn opnað gluggann á herbergi sínu, enda er nú lygnara úti en verið hafði um nóttina. Hann setzt í djúpan, mjúkan stól, með bók í hönd, en verður þess var að nokkrum tíma liðnum, að hann veit ekki hvað hann er að l'esa. Hann les orð, línur og heilar síður, en efnið skilar sér ekki inní vitundina. Hann sér stafi og blað- síður eins og myndir á tjaldi, sem renna svo hratt fyrir, að ekki verð- ur greint hvað þar er á ferð. I huga sínum sér liann allt annað. Löngu liðnir atburðir æsku- og manndómsára stíga fram, ferskir og ungir eins og hugþekkt landslag, sem júnísólin og nóttl'eysa vorsins hefur leyst úr álögum Snækonungs. Hvað ætli svo sem að þú getir? Helvízkur auminginn þinn. Höfðu stjúpbræður hans sagt, þegar hann þorði ekki að taka þátt í prakkara- strikum, sem að þeirra áliti voru hreystiverk. Svo gáfu þeir honum sitt undir lrvorn og sögðu: Hlauptu nú vesalingur inn til mömmu og farðu að vola. Hann hljóp ekki inn til mömmu og fór 'ekki að vola, að minnsta kosti ekki svo að neinn sæi. Vist var mamma góð, en hann hafði það einhvern veginn á til- finningunni, að hún væri ekki mikils megandi á bænum og hefði þar lítil ráð. Þess í stað lallaði hann niður að ánni, sem hægstreym og lygn rann fyrir neðan túnfótinn, með lágum og þungum niði. Þar settist hann á litla sand'eyri, strauk tárin af hvörmum sér, hlustaði á árniðinn og hlýja vestangoluna, sem gældi við vanga hans og hávaxinn punt- inn uppi á bakkanum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.