Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1971, Side 31

Eimreiðin - 01.09.1971, Side 31
fjögur ljóð 95 SPURN Heit auðnin hvíslar ryki sínu að fótum fjallanna. Þau horfa í spurn á gráhvíta iðuna: — „Að hverju verðum við?“ LJÓÐ Hversu fagur varstu steinn minn er eg týndi þér í mýrinni. Nú mun járnláin leggjast um þig. Hvítur bjarmi þinn hverfast í dimman roða. Þannig hemar yfir hjartað yfir birtu daganna yfir ástina. ÖRÆFAMINNING Seytluðu lindir í sandi sólbráð af bláum frera. Vætlur vökvlðu mosa, vatnsperlur hnappast og glitra. Þannig, í blálindabandi blikar auðnin af lífi. Rennur lækur og ríslar rauður í aftanskini.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.