Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1971, Blaðsíða 34

Eimreiðin - 01.09.1971, Blaðsíða 34
98 EIMREIÐIN þórun þ'essi hafði látið fallerast hér um árið fyrir útlenzkum ferða- manni sem hafði komið í þorpið einn dag á Hörpu með tólf reið- ingshesta og sautján koffort. ,,Tata,“ hélt Gunnþórunn áfram. En móðir hennar lét ekki svo lít- ið að anza, var löngu orðin leið á að sinna kvabbi dótturinnar enda dóttirin komin á fertugsaldur. „Hafðu hljótt um þig, Gunnþór- un; þú sem lézt íallerast með hon- um Menderson," sagði sú sköllótta. „Ekki að öfunda," svaraði Gunn- þórunn, gjörspillt manneskjan. „Hann ætlar að verða heiðskýr í dag,“ sagði karl einn. „O hvað ætli hann hangi þurr frekar en fyrri daginn,“ sagði ann- ar. „Láttu mig þekkja það,“ sagði hinn. „Þegar glennan stendur svona á hana Kambaneshyrnu að rnorgni, verður skafheiðríkt þann dag.“ Hann kastaði af sér vatni út- fyrir stæðið. Hinn snússaði sig. „Elliði ku ekki sigla m'eir á þessa höfn,“ sagði sá sem pissaði. „Veit ég það Svenki," svaraði hinn. „Hér er allt að drepast," sagði hinn aftur. Hann hristi af sér drop- ann og lineppti að sér. „Hvernig ætla þeir að koma af sér fiskinum?" „Mikill var Egill en meiri þó Gunnar," sagði snússmaðurinn og stakk á sig pontunni. „Minn maður var Gunnlaugur Ormstunga," sagði hinn, hélt áfram: „Ætlarðu ekki að gefa mér í nefið, helvítið þitt Eðvar?“ í móbrúnni ullartreyju, hnepptri, hvítum skelplötutölum, kragalausri; rykfylltar rákir á hrukkóttum hálsi, hauskúpa furðu hnöttótt undirlögð af svörtu hár- strýi, munnsvipur að fullu hulinn af drjúpandi yfirskeggi nema skál- myndaðar lægðir af munnvikun- um; og fer með þumalfingurna undir axlaböndin framaná bring- unni, fettir sig í baki, lætur smella i böndunum, grindhoraður, í hólk- víðunt kamgarnsbuxum, pokuðum um ísetu og hné, með skófrollur á fótum tágaðar, saltétnar, sperrir upp tærnar, réttir úr kengnum, lætur andann líða hægt frá sér niðrí tóbaksmettað yfirskeggið og augn- hnettina velta í tóftunum. Réttir síðan pontuna til baka til Eðvars og segir: „Ah þetta var hressandi.“ „Ég hélt ég mundi sjá á eftir pontunni niðrum nasagörnina á þér,“ sagði Eðvar luntalega. En maðurinn var ennþá í vímu og sagði: „Varstu að segja eitthvað, elskulegur." Þeir fóru hvor yfir á sinn liluta stæðisins með birðar sínar. Þær höfðu þeir tekið úr stafla ofanvið stakkstæðið. Þaðan báru karlmenn- irnir fúlgur sem þeir brugðu um snæri og yfir öxl sér. Kvenfólkið eitt sá um dreifinguna. Konurnar voru sumar vettling- aðar m'eð bundið um höfuð, annað- hvort stórrósótta snítiklúta eða af-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.