Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1971, Blaðsíða 21

Eimreiðin - 01.09.1971, Blaðsíða 21
KRISTMANN GUÐMUNDSSON 85 Þetta unga skáld liafði þá ákveðið að leita þess erlendis, s'em það hafði ekki fundið á fósturjörðinni hingað til: fé og frama. Áformið komst í íramkvæmd 1924. Hamingjan varð hvarvetna á vegi Kristmanns í Noregi. Hann kynntist strax góðu fólki, sem greiddi götu hans. Eftir tveggja ára nám og starf í Noregi kom út fyrsta bók hans á norsku, smá- sagnasafnið „Islandsk kjærlighet". Bókin fékk ágætar viðtökur. — Ekki er að orðlengja það, að nú rak hver bókin aðra frá hendi skáldsins: Brúð- arkyrtillinn, Ármann og Vildís, Morgunn lífsins og Sigmar. Þá Ströndin blá, Helgafell, Góugróður, Bjartar nætur, Lampinn. Börn jarðar og Gyðjan og uxinn. — Gyðjan og uxinn, sem á frummálinu nefnist Kreta (Krít) er síðasta bókin sem Kristmann frumsamdi á norsku. Hún kom út 1938. — Allar þessar bækur fjalla um íslenzkt efni og gerast á íslandi nema Gyðjan og uxinn, sem látin er gerast á 'eyjunni Krít á dögum Mín- osanna í Knossos 1300—1400 árurn fyrir fæðingu Krists. Bækur þessar voru þýddar jafnharðan á fjölda mörg tungumál. Norsk- ir ritdómarar og norskir lesendur almennt dáðu bækur Kristmanns. Vilhjálmur Finsen fyrrv. sendiherra, segir svo í bók sinni: „Alltaf á heimleið" um Kristmann Guðmundsson: „Nafn þessa ágæta landa var á hvers manns vörum í Noregi. Krist- rnann var talinn í hópi hinna allra beztu rithöfunda í Osló, þótt ís- lenzkur væri, og hann þótti svo góður, að sumir Norðmenn vildu jafn- vel eigna sér liann, af því að hann skrifaði á norsku.“ Sjálfur kynntist ég Kristmanni fyrst sumarið 1935, þegar hann var í heimsókn hér á íslandi. Árið eftir heimsótti ég hann í Osló og dvaldist hjá honum í viku tíma við þá rausnarlegustu gestrisni sem ég hef nokkru sinni notið á ferðalagi. Þá kynntist ég því af eigin sjón og raun, hversu gagngeran sigur Kristmann hafði unnið sem rithöfundur. Svo til daglega duttu inn um bréfalúguna á útidyrahurð hans peningabréf eða ávísanir frá útgefendum hans erlendis, skáld Oslóborgar, ýmsir aðrir listamenn og vísindamenn (svo sem Devold fiskifræðingur) voru um- gengnisvinir hans, ýmist heima hjá honum á Drammensvejen 50, eða á einhverju veitingahúsinu. Bókmenntalegt gengi Kristmanns á þeim ár- um er staðreynd, en engin þjóðsaga. Ég veit ekki hvað gerzt hefur síðan. Kannski hefur styrjöldin mikla og atómsprengjan breytt gildi alls sem gerzt hefur. Ismarnir í bókmenntum og allri list koma og fara og ganga hratt yfir eins og lægðir í umhleyp- ingatíð. Ævi hvetTar bókmenntatízku varir sjaldnast lengur en fáein ár, svo sem eins og einn áratug. Sá höfundur sem engri þeirra fylgir, en heldur áfram að vera samur og jaln og sjálfum sér trúr, hann kann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.