Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1971, Page 21

Eimreiðin - 01.09.1971, Page 21
KRISTMANN GUÐMUNDSSON 85 Þetta unga skáld liafði þá ákveðið að leita þess erlendis, s'em það hafði ekki fundið á fósturjörðinni hingað til: fé og frama. Áformið komst í íramkvæmd 1924. Hamingjan varð hvarvetna á vegi Kristmanns í Noregi. Hann kynntist strax góðu fólki, sem greiddi götu hans. Eftir tveggja ára nám og starf í Noregi kom út fyrsta bók hans á norsku, smá- sagnasafnið „Islandsk kjærlighet". Bókin fékk ágætar viðtökur. — Ekki er að orðlengja það, að nú rak hver bókin aðra frá hendi skáldsins: Brúð- arkyrtillinn, Ármann og Vildís, Morgunn lífsins og Sigmar. Þá Ströndin blá, Helgafell, Góugróður, Bjartar nætur, Lampinn. Börn jarðar og Gyðjan og uxinn. — Gyðjan og uxinn, sem á frummálinu nefnist Kreta (Krít) er síðasta bókin sem Kristmann frumsamdi á norsku. Hún kom út 1938. — Allar þessar bækur fjalla um íslenzkt efni og gerast á íslandi nema Gyðjan og uxinn, sem látin er gerast á 'eyjunni Krít á dögum Mín- osanna í Knossos 1300—1400 árurn fyrir fæðingu Krists. Bækur þessar voru þýddar jafnharðan á fjölda mörg tungumál. Norsk- ir ritdómarar og norskir lesendur almennt dáðu bækur Kristmanns. Vilhjálmur Finsen fyrrv. sendiherra, segir svo í bók sinni: „Alltaf á heimleið" um Kristmann Guðmundsson: „Nafn þessa ágæta landa var á hvers manns vörum í Noregi. Krist- rnann var talinn í hópi hinna allra beztu rithöfunda í Osló, þótt ís- lenzkur væri, og hann þótti svo góður, að sumir Norðmenn vildu jafn- vel eigna sér liann, af því að hann skrifaði á norsku.“ Sjálfur kynntist ég Kristmanni fyrst sumarið 1935, þegar hann var í heimsókn hér á íslandi. Árið eftir heimsótti ég hann í Osló og dvaldist hjá honum í viku tíma við þá rausnarlegustu gestrisni sem ég hef nokkru sinni notið á ferðalagi. Þá kynntist ég því af eigin sjón og raun, hversu gagngeran sigur Kristmann hafði unnið sem rithöfundur. Svo til daglega duttu inn um bréfalúguna á útidyrahurð hans peningabréf eða ávísanir frá útgefendum hans erlendis, skáld Oslóborgar, ýmsir aðrir listamenn og vísindamenn (svo sem Devold fiskifræðingur) voru um- gengnisvinir hans, ýmist heima hjá honum á Drammensvejen 50, eða á einhverju veitingahúsinu. Bókmenntalegt gengi Kristmanns á þeim ár- um er staðreynd, en engin þjóðsaga. Ég veit ekki hvað gerzt hefur síðan. Kannski hefur styrjöldin mikla og atómsprengjan breytt gildi alls sem gerzt hefur. Ismarnir í bókmenntum og allri list koma og fara og ganga hratt yfir eins og lægðir í umhleyp- ingatíð. Ævi hvetTar bókmenntatízku varir sjaldnast lengur en fáein ár, svo sem eins og einn áratug. Sá höfundur sem engri þeirra fylgir, en heldur áfram að vera samur og jaln og sjálfum sér trúr, hann kann

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.