Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1971, Qupperneq 54

Eimreiðin - 01.09.1971, Qupperneq 54
118 EIMREIÐIN eftir hlaupin, við haustskjarra sauðina, svo að hvelfdur barmur hennar rís og hnígur örar en ella, eins og innfjarðaralda eftir storm úti fyrir. Líkt og sleginn töfrum í yndislegum draumi, rís hann úr sæti sínu við borðkrílið og gengur til stúlknanna, s'em standa á gólf- inu framan við það. Þar mælast þau við um stund, með löngum þiignum á milli og stara hvort i annars augu, en stallan víkur til hliðar og hlær eins og fábjáni. Bóndi, sem hafði gengið eitt- hvað frá kom nú inn og endur- nýjaði boð sitt um gistingu. Þá fór honum eins og manni, sem villzt hefur í dimmri þoku, en sér allt í einu kunnugan klett, hann minn- ist þess, að hann á konu og lítinn labbakút h'eima og finnur, að þennan seið varð að rjúfa, hverstt indælt sem annars hefði verið að gefa sig á vald þessarar nýju, yfir- þyrmandi kenndar. Nei, héðan varð hann að flýja þegar í stað. Hann afþakkaði jrví boð bónda um gistingu, kvaddi í skyndi og hljóp við fót áleiðis til næsta bæj- ar, þar sem hann náði aðeins hátt- um. Þar var honum sagt, að unga stúlkan væri dóttir bóndans og héti Sólbjört. Jafnframt var hopað á því, að hún mundi gædd dular- gáfu, þar s'em við hefði borið, að þungir hlutir hreyfðust í návist hennar, án sýnilegra orsaka. Sól- björt, hversu fagurt konunafn og henni einni samboðið. Dulargáfa, hlutir á ferð og flugi, þvílíku bulli léð hann ekki eyra. Ferskleiki, kyn- þokki, efalaust nóg skýring á töfr- um hennar.------ Tjald minninganna féll og Garibaldi hrökk upp af dvala sín- um. Skyldi hann hafa blundað? Sennil'ega, því að bókin hafði fallið úr hendi hans og lá á gólfinu. Nú kom kvölin í höfðinu yfir hann á ný, og draumar næturinnar stóðu honum skýrt fyrir sjónum. Rottur, hárlausar og útbelgdar, höfðu sótt að honum nöktum, eins og kríur í kópsíkl. Hræðileg kvikindi. Ætli þær geti alið aldur sinn í kirkju- görðum, á sex feta dýpi? Var hon- um að segja fyrir? Undarleg þessi kvöl í höfðinu. Réttast að fá sér pillu. Barið er laust að dyrum og Magga kemur í gættina. Baldi minn, kemurðu niður eða á ég að færa þér? Ég k'em bráðum, svarar hann dræmt. Komdu strax, annars verðirðu afétinn. O, þá það, svarar Baldi. Sólbjört, um hvað var Sakki skarfurinn að glósa? Mundi hann hafa heyrt svo sem fjörutíu ára gamlar slúðurssögur? Vel mátti það vera. Þetta var gasprari og striga- kjaftur, þegar svo bar undir. Fjörutíu ár, ótrúlega skammur tími, þegar horft er til baka. Minningar, sumar skýrar og ljóslii- andi, sætar jafnt og sárar, aðrar óljósar og huldar þoku, en mest- ur hlutinn gleymdur og týndur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.