Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1972, Side 5

Eimreiðin - 01.01.1972, Side 5
ÉIMREIÐIN Einstaklingshyggjan og samtíminn Með þessu blaði kemur út 78. árgangur Eimreiðarinnar. Fá blöð á ís- landi geta státað af svo háum aldri. Eimreiðin var á sínum tíma eitt víð- lesnasta tímarit landsins. Liggja til þess vafalaust margar ástæður, en harðfylgin og umdeild skrif blaðsins um íslenzk þjóðmál, íslenzkar listir °g bókmenntir áttu stærstan hlut í velgengni þess á þeim tíma. Á seinni arum hefur ritið einkum fjallað um bókmenntir og hefur lesendahópur þess takmarkazt nokkuð við tiltölulega einhæft efni blaðsins. Með nýrri ritstjórn er Eimreiðinni ætlað að færast nær uppruna sínum Þ- e. fjalla um vísindi, þjóðmál, listir og bókmenntir. Sá andi sem blaðinu er ætlað að fylgja kemur fram í þeirri fyrirsögn, sem valin hefur verið, á viðtali Eimreiðarinnar við Jónas Haralz banka- stjóra „Kjölfesta frjálshyggjunnar er trúin á manninn". Blaðinu er ætlað að vera baráttutæki þeirra manna, sem hafa trúna á manninn og hans beztu eiginleika að leiðarljósi og eru tilbúnir að halda þessari lífsskoðun á lofti. Sannleikurinn er sá, að við stöndum í dag frammi fyrir þeirri andstæðu, sð innan velferðarþjóðfélagsins ber stöðugt meir á skerðingu einstaklings- frelsisins, um leið og reynt er að staðla einstaklinginn. Vantrúin á getu og skynsemi fjöldans, hinn almenna borgara, virðist vera sameiginleg með þeim stjórnarstefnum, sem vitandi eða óafvitandi stefna að hinu staðlaða Þjóðfélagi. Framtíðarþjóðfélag þeirra virðist eiga að búa við hópmenn- mgu andlausra og kerfisbundinna einstaklinga, sem lúta vilja örfárra út- valdra. íslendingar eru að eðlisfari sjálfstæðir og dugmiklir einstaklingar. Landið kenndi þeim að þeir fengju ekki neitt fyrir ekkert. Að gera meiri krofur til sjálfs sín en til annarra. Frumforsendan fyrir tilvist þeirra í Þessu harðbýla, en góða landi, er sá kraftur, þor og dugnaður, sem býr í rjosti hvers íslendings. Leyndardóminn um velgengni þjóðarinnar var Pvi ekki að finna í sívaxandi skrifstofubákni eða stöðugri fjölgun mis- Jafnlega snjallra stjórnarherra, heldur í vinnugleði og framtaki hvers einstaks borgara. Þegar við viljum móta þjóðfélag framtíðarinnar, list þess og verkmenn- mgu, verðum við að taka tillit til fjölbreytileika mannsins og reyna að skapa frjótt og auðugt samfélag sjálfstæðra og skapandi einstaklinga. Við mgum að stefna að þjóðfélagi sem gefur hverjum manni möguleika til að proska sína beztu eiginleika og gefur honum tækifæri til þess að nýta þá sjálfum sér og samborgurum til góðs.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.