Eimreiðin

Ataaseq assigiiaat ilaat

Eimreiðin - 01.01.1972, Qupperneq 6

Eimreiðin - 01.01.1972, Qupperneq 6
EIMREIÐIN Baráttan stendur um að opna þjóðfélagið, að gera hlut hverrar mann- eskju meiri, í flóknu samfélagi velferðarríkisins. Með slíkt markmið að leiðarljósi hefur Eimreiðin göngu sína á ný. Blaðinu er ætlað að koma út þrisvar á ári, en þetta fyrsta hefti er látið standa fyrir árganginn 1972 til þess að rjúfa ekki áratuga óslitna útgáfu blaðsins. íslenzkur listaháskóli Drifkraftur hvers menningarþjóðfélags eru listir og vísindi. Það er því skammt á milli afreka í listum og vísindum. Þess sem fer í askana og þess sem lyftir andanum á flug. Vísindin sækja styrk sinn til Háskóla íslands, þar á sér stað þróun og endurnýjun. Hverjum dettur í hug að leggja niður Háskóla íslands? fslenzkri listsköpun hefur ekki verið gert eins hátt undir höfði. fslenzkir listamenn hafa lengst af verið settir á gaddinn, án skjóls og aðhlynningar. íslendingar geta því verið þakklátir fyrir, hve snillingar þeirra hafa verið lífseigir. Hvar væri þjóðin í dag, ef engan Halldór Laxness eða Tómas væri að finna á söfnum eða í bókabúðum. Hvergi væri mynd eftir Kjarval eða Ásgrím á listsýningum eða í heimahúsum? Nú segir einhver vafalaust: „En við eigum þó sinfóníuhljómsveit og þjóð- leikhús“. Rétt er það, en hvorki sinfónía né þjóðleikhús eru málsvarar listarinnar, né veita það skjól eða þekkingu, sem ungur leitandi listamað- ur þarfnast. Hvernig er þá hægt að efla til muna þróun íslenzkrar listsköpunar? Eitt er víst, að við gerum það ekki með árlegri úthlutun listamannalauna, þar sem óvíst er hverju sinni, hver verður settur á eða hverjum slátrað, held- ur með því að skapa jarðveg, þar sem listafólk getur stigið sín fyrstu skref, án þess að verða að heyja ójafna baráttu við máttarvöldin strax á fyrsta degi. Þennan jarðveg sköpum við með stofnun íslenzks listaháskóla. íslenzkur listaháskóli má ekki verða sálarlaus ríkisstofnun, heldur á hann að verða samfélag listunnenda og mótast með samvinnu velunnara hinna einstöku listgreina og listamannanna sjálfra. Samstarf, sem auðgað gæti menningu íslendinga, orðið málsvari lista- mannanna og fært listina nær fjöldanum. Við höfum dæmi um slíkt sam- starf innan einstakra listgreina, svo sem tónlistar. Hver segir, að ekki sé hægt með samstilltu átaki að stofna til slíkrar samvinnu um hugmyndir um skóla í leiklist, sönglist, kvikmyndagerðarlist, ballett og ritlist? Samstarf á milli listgreina ætti að styrkja þær, þó hver grein starfaði sem sjálfstæð heild innan skólans. Hugmyndin um frjálsan listaháskóla, með samvinnu hinna ýmsu list- greina, ætti því að vera áhugavert umhugsunarefni. Magnús Gunnarsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.