Eimreiðin - 01.01.1972, Page 12
EIMREIÐIN
þróunin getur gerzt stig af stigi, en þetta getur einnig gerzt á
öðrum sviðum. Hversu langt þetta muni ganga og hvort þessara
auknu ríkisafskipta muni gæta á sviði tjáningarfrelsis, skal ég
ekki segja um, en það eru ýmis ískyggileg teikn á lofli.
UMHVERFISVANDAMÁLIN OG SÉRFRÆÐINGARNIR
— Þú hefur lýst þeirri skoðun þinni, að áframhaldandi hag-
vöxtur sé nauðsynleg forsenda þess, að unnt verði á friðsam-
legan hátt að snua sér að öðrum þjóðfélagsmarkmiðum, svo sem
umhverfisvernd. Umhverfisverndarmenn eru flestir á algjörlega
öndverðum meiði og álíta, að árangurs muni þá fyrst að vænta,
þegar skrúfað verði fyrir hagvöxtinn.
J.H.: Ég held, að þetta sé algjör misskilningur lijá þeim. Ann-
að mál er það, að ef við reiknum hagvöxt langt fram í tímann,
þá komumst við vitanlega að alls konar niðurstöðum, sem eru
fjarstæðukenndar. Ég býst auðvitað alls ekki við því, að hag-
vöxtur, eins og við þekkjum liann, muni halda áfram um aldur
og ævi. Það verður eflaust einhver mikil breyting, sem erfitt er
að segja fyrir um. En ef við takmörkum okkur við næstu
tvo til þrjá áratugina, þá lield ég, að óhjákvæmilegt sé að stefna
að áframhaldandi hagvexti. Það er einmitt með aðstoð tækni-
framfara og hagvaxtar, sem við getum unnið bug á umhverfis-
vandamálum, enda hefur sýnt sig, að aðlögunarliæfni hagkerf-
isins og þjóðfélagsins að svona vandamálum er mjög mikil. Ef
við lítum aftur í tímann og athugum livaða vandamál menn
töldu vera óviðráðanleg fyrir einum, tveimur eða fleiri áratug-
um, þá komumst við að raun um, að þessi vandamál eru nú úr
sögunni. Brezka blaðið The Economist, sem mikið hefur skrif-
að um þessi mál, nefnir gjarnan það dæmi, að aðalumhverfis-
vandamálið í New York um aldamótin síðustu hafi verið hrossa-
tað. Ef einhver nútíma umliverfisfræðingur hefði sett sig niður
í New York um aldamótin og tekið til að reikna út framtíð borg-
arinnar, hefði hann komizt að þeirri niðurstöðu, að New York
yrði komin á bólakaf í hrossataði kringum 1950. Þetta hefði
líka sjálfsagt orðið, ef ekki hefði ox-ðið meiri háttar tæknileg
hreyting, sem gerði hrossin óþörf og þessi breyting var auð-
vitað bifreiðin. Hún var á sínum tima lausn á alvarlegu um-
hverfisvandamáli, en er nú talin höfuð-mengunarvaldurinn. Að
sjálfsögðu eru til lausnir á þvi vandamáli, eins og öðrum.
— Telur þú, að það gæti verið til bóta að setja á laggirnar
sérstakt umhverfisráðuneyti?
J.H.: Guð sé oss næstur. Hugsið ykkur hættuna af þröngsýni
12