Eimreiðin - 01.01.1972, Síða 14
EIMREIÐIN
J.II.: Enginn vafi er á því. Ég held, að hið langa tímabil við-
reisnarstjórnarinnar, eins gott og liagstætt og það á margan hátt
var landi og þjóð, liafi fólgið í sér þessa hættu. Frá því sjónarmiði
séð hefði verið æskilegra, að stjórnarskiptin hefðu orðið árið ‘67.
Á liinn bóginn má segja, að það hafi jafnframt verið mikil bless-
un, að svo varð ekki, vegna erfiðleikanna, sem voru framundan.
Ég hef ekki trú á, að nein önnur ríkisstjórn né aðrir menn hefðu
getað leyst þau vandamál jafnfarsællega og þeirri ríkisstjórn
tókst að gera. f þessu sambandi vil ég minna á eitt, sem gleym-
ist oft, en það er, að á þessu tímabili, eða frá 1963, en þó eink-
um eftir júnísamkomulagið 1964, var náið samband í reynd á
milli ríkisstjórnarinnar og verkalýðshreyfingarinnar. Það var
ekki látið á því bera, lieldur fór það að langmestu leyti fram á
óformlegan liátt, en það var stöðugt samband. Verkalýðshreyf-
ingin fékk að vita, hvað ríkisstjórnin hafði á prjónunum og
gagnkvæmt og það var tekið mikið tillit til sjónarmiða verka-
lýðsln-eyfingarinnar. Ég álit, að þetta hafi lagt grundvöll að því,
að unnt reyndist að framkvæma þær ströngu aðgerðir, sem nauð-
synlegar voru á árunum 1967—1969, án þess að verkalýðshreyf-
ingin beitti sér gegn þeim af hörku og talcmarkaði raunar að-
gerðir sínar svo mjög, að unnt reyndist að ná tilætluðum árangri.
ÁÆTLUNARGERÐ
— Núverandi ríkisstjórn telur sig fylgja skipulagshyggju í
stað skipulagsleysis, sem einkennt lmfi stjórnarár viðreisnar-
stjórnarinnar. Hver er skoðun þín á „áætlunarbúskap“ rikis-
stjórnarinnar?
J.H.: Ég tel, að eitt af því góða, sem leiða muni af tilveru þess-
arar ríkisstjórnar sé, að stjórnarflokkarnir muni átta sig á þvi,
hvað áætlunargerð er takmarkað tæki. Mér kæmi ekki á óvart,
þótt þeir væru búnir að átta sig á því nú þegar. Tal þessara
flokka um áætlunargerð á árunum áður en þeir mynduðu ríkis-
stjórn var að mestu blaður. Áætlunargerð er vandasamt tæki,
sem unnt er að beita að vissu marki, og rétt er að beita að vissu
marki, en sem fyrst og fremst hefur gildi innan hvers fyrirtækis
og innan hverrar stofnunar sem hjálpartæki við stjórnun þeirra.
Þar er þetta mikilvægt. Sem dæmi gæti ég nefnt banka, en í er-
lendum bönkum hefur áætlunargerð vaxið mjög fiskur um
hrygg á síðastliðnum 5—6 árum. Flestir stærri bankar vinna nú
eftir áætlunum, nokkra mánuði fram í timann, eitt ár fram í
tímann, fimm ár fram í tímann, og í Danmörku jafnvel tíu ár
fram í tímann. Allt er þetta mjög gagnlegt.
En ef farið er að gera allslierjar áætlun fyrir heilt liagkerfi,
14