Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1972, Side 15

Eimreiðin - 01.01.1972, Side 15
horfir málið öðruvísi við. Slíkt er ákaflega vandasamt og verð- ur að skiljast á raunhæfan hátt og gerast af mikilli hógværð. Fyrrverandi ríkisstjórn lagði í þessu máli, eins og öðrum, meiri áherzlu á athafnir en orð. Nú er talað, en það sem gert er, er ekki i samræmi við það sem sagt er. Við heyrðum það ný- lega, að einhver stórkostleg iðnþróunaráætlun væri að líta dags- ins ljós, hérumbil tilhúin. Sannleilcurinn er hins vegar sá, að gerð iðnþróunaráætlunar er mjög erfitt viðfangsefni og allra sízt geta útlendir sérfræðingar, sem dveljast hér í nokkra mánuði eða eitt ár, framleitt slíkt plagg, sem haft geti nokkra úrslita- þýðingu. Á hinn bóginn var búið að vinna heilmikið að þessum nialum áður, og skömmu áður en fyrrverandi rikisstjórn lét af störfum kom út á vegum iðnaðarráðuneytisins skýrsla, er Guð- mundur Magnússon, prófessor, hafði samið með aðstoð Efna- hagsstofnunarinnar um iðnþróun Islands. Þetta var meðal ann- ars gert i sambandi við inngönguna i EFTA og var í raun og veru iðnþróunaráætlun, sem gekk eins langt og ég held að skyn- samlegt sé að ganga undir þessum kringumstæðum. Það er sem sagt von mín, að menn geti í framtíðinni haft raun- særri og skynsamlegri skoðun á áætlunargerð en til var að dreifa, áður en þessi rikisstjórn tók við völdum. Áætlunargerð er út af fyrir sig ekki ýkja varasöm. Miklu varasamara er það einkenni skipulagshyggjunnar, að ríkisvaldið eigi að skipta sér af öllum hlutum. Þar er á ferðinni allt annað en áætlunargerð, 15

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.