Eimreiðin

Ataaseq assigiiaat ilaat

Eimreiðin - 01.01.1972, Qupperneq 18

Eimreiðin - 01.01.1972, Qupperneq 18
EIMREIÐIN áhrif á launajöfnuð; árangur þeirra hefur verið afar takmark- aður. Það má því segja, að forystumenn verkalýðshreyfingar- innar hafi ekki að öllu leyti raunsæjar hugmyndir um, hverju hreyfingin fái áorkað og hverju ekki, og að einmitt í þessu sé fólgin ein helzta oi’sök verðbólgunnar. OPINBER ÞJÓNUSTA OG NEIKVÆÐUR TEKJUSKATTUR — Þú hefur varað við þeirri þróun hérlendis og annars stað- ar á Norðurlöndum, að ríkið ráðstafi stöðugt stærra hlutfalli þjóðartelcna. Geturðu nefnt einhverjar orsakir þessarar þróun- ar? J.H.: Auk þess sem ég hef áður sagt um vaxandi ríkisafskipti, held ég, að aðalmeinið liggi í því, að það er ætlazt til, að ríkið veiti þjónustu, án þess að beinlínis sé fyrir liana greitt, nema þá að litlu leyti. Auðvitað verða menn að greiða fyrir þessa þjón- ustu, þegar allt kemur til alls, en þá með sköttum. En þetta tvennt, þjónustan og greiðslan, er aðskilið. Annars vegar borga menn skatta inn í einhvern almennan sjóð, hins vegar fá menn allt mögulegt gefins eða hér um bil gefins úr ríkissjóði eða bæjarsjóði. Meðan menn þurfa ekki beinlínis að borga fyrir þjónustu svo neinu nemi, verður eftirspurnin eftir henni nánast ótakmörkuð. Gott dæmi um þetta er nýleg könnun, sem settur var á eins konar vísindalegur stimpill vegna þess, að það var lektor við háskólann, sem annaðist hana. Könnuð var þörf á dag- heimilum i Reykjavík. Miðað var við óbreytt greiðslufyrirkomu- lag, þ. e. að sá, sem notar dagheimilin, greiðir ekkert upp í fj ármagnskostnaðinn og aðeins helming rekstrarkostnaðar. Svo var fólk spurt, hvað það vildi nota þessa þjónustu mikið á þessum grundvelli. Auðvitað kom í ljós, að eftirspurn var gifur- leg. Mér finnst þetta vera alveg hliðstætt því, að einhver tæki sér fyrir hendur að kanna eftirspurn eftir hílum og segði mönn- um, að þeir þyrftu ekki að horga bílana sjálfir, heldur fengju þeir þá ókeypis og þar að auki yrði greiddur helmingur rekstr- arkostnaðar. Svo yrði spurt: Hvað viljið þið eiga marga bíla? Það getur hver og einn sagt sér sjálfur, hver eftirspurn yrði eftir bílum á þessum forsendum. Aukin ríkisútgjöld eiga rætur að rekja til þróunar af þessum toga og það er náttúrlega ekki auðvelt verk eða vinsælt að ætla að breyta þessu. Það merkir að gera verður fólki að greiða meira fyrir svona þjónustu en það gerir núna. — Hefurðu samt sem áður einhverjar hugmyndir um það, hvernig sporna mætti á móti þessari þrónn?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.