Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1972, Page 23

Eimreiðin - 01.01.1972, Page 23
HANNES PÉTURSSON, SKALD EIMREIÐIN Skáld í Bessatungu Fyrri vetur minn í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar, sem var til húsa i gamla stýrimannaskólanum við Öldugötu, bar svo til eitt sinn að íslenzkukennari, maður um fertugt, hóf kennslu- stund á því að lesa upphátt fyrir bekkinn kvæði Stefáns frá Hvítadal Það vorar. Hann studdist við nýja bók sem hann hafði raðlagt okkur nemendunum að kaupa. Hún hét Heiman ég fór °g flutti valin sýnisliorn úr islenzkum skáldskap. Eiginlega var hún andlegur nestispoki ætlaður þeim sem skutust í ferðir og höfðu gaman af að stytta sér stundir við bóklestur í áfanga- stað. Þar var eitthvað að finna við flestra liæfi — ein bók sem atti að koma í staðinn fyrir margar og þægilegt var að stinga ni®ur hjá sér áður en lagt væri upp. Og fyrir því bar hún þetta nafn. Þessi íslenzkukennari var tilfinningamaður mikill. Og nú las hann við púltið liægt og stillilega Það vorar. Við grænjaxlarnir hlýddum á, og þeir sem eyru böfðu þeir lieyrðu hvílikt kvæði betta var. Hljóð ríkti í skólastofunni. Og viti menn: klökkvi sotti i rödd kennarans eftir þvi sein leið á kvæðið. Svo hljóm- uði síðasta braglinan af vörum hans, liin sára jálning skálds- lns sem andspænis vorkomunni skynjar haust ævi sinnar: „Ég hef ekki neins að bíða.“ 1 sömu svifum reis kennarinn úr sæti, lét skjálfraddaður þau orð falla að liann sjálfur hefði ekki heldur neins að bíða í þessu lífi, lokaði bókinni, sleit kennslu- 23

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.