Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1972, Side 31

Eimreiðin - 01.01.1972, Side 31
ÞORSTEINN PÁLSSON EIMREIÐIN Hver er sinnar gæfu smiður Einstaklingsfrelsið, spurningin um félagslegt frelsi og vald Þjóðfélagsins yfir einstaklingunum hefur um langan aldur verið einn meginásteytingarsteinn í allri þjóðfélagsumræðu. Ólíkar hugmyndir manna um takmörk ríkisvaldsins og víðfeðmi og eðli einstaklingsfrelsisins eru og hafa verið undirrót margvís- legra þjóðfélagsátaka. Við búum á þvi menningarsvæði, þar sem einstaklingarnir hafa notið hvað mesls sjálfsforræðis samhliða vaxandi þjóð- iélagslegu jafnrétti. Þegar grannt er skoðað, er þó líklegast, að fæstir vilji í grundvallaratriðum varpa fyrir róða því, sem aunnizt hefur í þessum efnum og gjörbreyta þjóðlífsmyndinni: Auka vald ríkisins yfir einstaklingunum. Þó er það svo, að þær raddir verða æ háværari, sem í orði kveðnu a. m. k. setja fram kröfur um aukið ríkisvald, félagslega stjórn og skipulagshyggju eins og það er nefnt. Oftast eru þessi hugtök þó óskilgreind og Jafnvel sett fram án nokkurrar íhugunar um efni þeirra og inn- tak. Svo virðist sem í mörgum tilvikum geri menn sér ekki Ijósa grein fyrir eðli þessara liugtaka; og e. t. v. er mönnum ekki Ijóst, hverl þeir stefna með þessi hugtök að leiðarljósi. 31

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.