Eimreiðin - 01.01.1972, Qupperneq 34
EIMREIÐIN
inu er sniðinn liverju sinni. Um langan aldur hafa menn að vísu
skilgreint huglakið lýðræði með ýmsum liætti og greint það í
sundur. Við getum auðveldlega fallizt á þá skýringu á stjórnar-
farslegu lýðræði, að það feli í sér, að sem flestir stjórni sem
mestu um málefni þjóðfélagsins. (Shr. Þór Villijálmsson, pró-
fessor; Lýðræði og ábyrgð fólksins; ritið Heimdallur 40 ára,
Reykjavik, febrúar 1967). Menn verða þó að liafa í liuga, að
lýðræðið er ýmsum takmörkum undirorpið.
Lýðræði táknar ekki ólieft frelsi. Þannig liefur t. a. m. Tomas
Mann selt fram þessa skilgreiningu á hugtakinu lýðræði: „Skip-
un mannanna á málunx frelsis og jafnréttis, sættirnar um gildi
einstaklingsins og kröfur þjóðfélagsins, nefnast lýðræði.“ (Tom-
as Mann: Sigurinn eftir striðið; tímaritið Helgafell, Reykjavik,
júni/ágúst 1942). Kjarni málsins er sá, að þeir, sem aðhyllast
lýðræði, viðurkenna ekki takmarkalaust frelsi einstaklinga; öll-
um athöfnum manna verður að setja ákveðin lakmörk i þi-osk-
uðu þjóðfélagi. Einstaklingsfrelsi án takmarka leiðir ólijákvæmi-
lega til stjórnleysis og upplausnar á sama liált og jafnræði get-
ur verið vísir að liarðstjórn og undirokun.
Vandinn, sem að okkur snýr er sá, að þessi tvö markmið,
frelsið og jafnréttið, eru í innsta eðli sínu öndverð. Segja má,
að sættirnar milli þessara gagnstæðu keppikefla séu í raun
rétlri eins konar undirstaða eða forsenda þess, að sem flestir
geti stjórnað sem mestu. En samtímis setja þessar sættir lýð-
ræðinu ákveðnar skorðui’, takmarka einstaklingsfrelsið. Þeir,
senx aðliyllast einslaklingshyggju líta á það sem verkefni sitt að
ráða fram úr vandamálum frelsisins með því að stuðla um leið
að ákveðnu jafnvægi í þessum efnum. Hinir, sem eru á önd-
verðum meiði, ætla að leysa þjóðfélagsmálin með því að draga
úr athafnafrelsi fólksins, ef mark er takandi á þeim hugtök-
um og kröfum, sem mest er í lízku að lialda á lofti í stjórnmála-
umræðum nú um stundir.
Þó að einstaklingsfrelsi og jafnrétti séu andstæð liugtök, er
eigi að síður unnt að vefa þau saman í einn vef. Með öðrum
orðum: Það er unnt að fara hinn gullna meðalveg sáttanna, þar
sem athafnafrelsi fólksins er uiipistaðan i þeim vef, er mynd-
ar þjóðfélagið. Guðmundur Finnbogason segir um þetta í
Stjórnarbót: „Lif þjóðar verður þvi frjórra og öflugra sem
einstaklingarnir liafa meira frjálsræði til að lifa lifi sínu hver
eftir sínu höfði, innan þeirra vébanda, sem réttur annarra til
liins sama setur.“ (Guðmundur Finnbogason: Stjórnarbót;
Reykjavík, 1924).
En veruleg skerðing á einstaklingsfrelsinu getur leitt til and-
34