Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1972, Page 38

Eimreiðin - 01.01.1972, Page 38
EIMREIÐIN HRAFN GUNNLAUGSSON Höfundur Kondunær og sofðu og The Mersey Sound Roger McGough er i hópi þeirra skálda sem kennd hafa verið við sérslaka hreyfingu í röðum yngstu ljóðskálda á Bretlands- eyjum og ber nafnið The Mersey Sound. Auk McGough eru Brian Patten og Adrian Henri helztu postular þessarar hreyf- ingar. Þeir eru allir fæddir í Liverpool eða nágrenni skömmu fyrir 1940. Hreyfingin ber nafn af tónlist þeirri og söngvum sem tengd eru fljótinu Mersey sem rennur í gegnum Liverpool. Þess má geta að þegar Rolling Stones komu fram á sjónarsviðið urðu þeir ásajnt Tlie Beatles heimsfrægir fyrir tónlist sem á rót sína að rekja til Mersey-söngvanna. Þessi skáld eru því sprottin úr svipuðum jarðvegi og hópar þessara tónlistarmanna. Brian Patten er þó einn um að hafa unnið með þessum hljómsveitum, en hann hefur lesið upp á tónleikum með Stones og unnið með þeim sjónvarpsþætti. 38

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.