Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1972, Side 42

Eimreiðin - 01.01.1972, Side 42
EIMREIÐIN INDRIÐI G. ÞORSTEINSSON, RITHÖFUNDUR Loftungur fjölmiðlanna (Úrdráttur úr erindi, sem flutt var á fundi Félags íslenzkra rithöfunda 15. febrúar síðastliðinn) Það hefur löngum verið lenzka i félagsskap eins og þessum að forðast allar flokkanir um góðar eða vondar bókmenntir. Félagsmenn hafa sjálfsagt sinar skoðanir, eins og aðrir, um gott og vont í þessum efnum, en það hefur ekki verið talið við hæfi að flíka slíkum skoðunum svo mjög á félagslegum grundvelli. Það er því utan þessa félags, sem stríðið útaf ýmiss konar mein- ingarmun er háð. Það sakar þó ekki öðru hverju að ræða slík utanhúss mál, m. a. til þess að átta sig á því, við hverju er að búast hverju sinni og livar vinir eru í varpa. Opinberlega kemur meiningarmunur í bókmenntum einkum fram i fjölmiðlum, eins og blöðum og útvarpi. Þegar ríkisút- varpið hóf göngu sína, fyrir einum fjörutiu og þremur árum, var það að öðrum þræði lyftistöng fyrir bókmenntirnar. Sem fjölmiðill var það mikið frávik frá þeim blöðum, sem þá voru í landinu, og önnuðust það, sem mætti kalla skoðanamyndun eða upplýsingar, ef menn vilja hafa það svo. Sem andsvar við einhliða upplýsingum hlaða, sem ástunduðu þjónustu sína inn á við, það er við flokk og flokksfylgjendur, var setið yfir því, að útvarp yrði hlutlaus stofnun, og þá auðvitað í bókmenntum 42

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.