Eimreiðin - 01.01.1972, Qupperneq 44
EIMREIÐIN
manna stofnunarinnar. En slarfsmenn lialda sig án efa fast við
gamla hlutleysisstefnu. Að minnsta kosti verða þeim ekki hér
gerðar upp sakir.
Þótt listin sé yfirleitt ekki opinberlega á liinni pólitísku dag-
skrá, þá þykir stjórnmálasamtökum ætið nokkur hind í því að
telja einstaka listamenn í sinum hópi. Hins vegar er það vani
stjórnmálaflokka að fjalla nær eingöngu um kennslumál undir
þeim lið er þeir nefna menningarmál. Menningin er því enn
sem fyrr háð veðri og vindum í þjóðfélaginu, að því er til lista
tekur, eins konar almenningur og fuglabjarg, þar sem ungir
ljölva gömlum, byltingarlið lemur á hinum borgaralega sinn-
uðu; einstaklingar, sem hafa ákveðið um 10 ára aldurinn að
verða alheimssöngvarar, heyja stríð við þjóðfélag, sem þeir
álíta að haldi vörð um vanmat á þeim af einberum þráa sauð-
kindarinnar. Út yfir tekur, þegar gróin hlutleysisstofnun, eins
og útvarpið, velur til stjórnar á þáttum um listræn efni fólk,
sem er fullt af stríðsmóral og vill heldur liöggva en hlífa þvi,
sem ávallt hefur borizt illa af i stormum dagsins.
1 andrúmslofti, þar sem sanngirni og víðsýni er með takmark-
aðasta móti, má segja að eðlilegt sé, að stofnanir eins og út-
varp og sjónvarp eigi í vök að verjast í menningarlegu tilliti.
Fer þá saman, að opnað hefur verið fyrir flóðgáttir hins óundir-
húna og óyfirvegaða máls og þrætan leidd til öndvegis, þar sem
mestu skiptir að menn hafi ljós.
44