Eimreiðin - 01.01.1972, Page 45
EIMREIÐIN
Eðlilegt er að i þessum hópi, sem liér er staddur, sé fyrst og
fremst rætt um þann hlut, sem bókmenntunum er búinn í sjón-
varpi og útvarpi. Þótt undarlegt megi virðast — og stafar það
kannski af áðurgetnu afskiptaleysi stjórnmálaflokka — í menn-
ingarmálum — þá viðhalda blöðin í landinu ákveðinni sann-
girni — til að geta þess, sem vel er gert — burtséð frá sjónarmið-
um og skoðunum, sem fram kunna að koma í verkum höfunda.
Þar búa menn yfirleitt að gamalli befð og virðingu fyrir góðum
texta. 1 blöðum er getið um flestar bækur, sem koma út, og rit-
dómar eru birtir daglega á meðan belzti útgáfutíminn stendur.
Það mat, sem kemur fram í þessum ritdómum, er yfirleitt sann-
gjarnt, þótt til þess að meta slíka sanngirni verði auðvitað að
vera fyrir bendi nokkur þekking á þeim, sem skrifar ritdóm-
inn, ef sá binn sami lýsir því ekki yfir strax í upphafi, að eigin-
lega sé hann á móti öllu, sem böfundurinn skrifi, en þess eru
dæmi.
Þegar sjónvarpið byrjaði kom að nokkru fram sú andúð, sem
fylgir misjöfnu bókaflóði fyrir hver jól. Sjónvarpsmenn ákváðu
sem sagt að geta ekki um bækur. Nú liefur verið ráðin bót á
þessu. Eiríkur Hreinn Finnbogason, borgarbókavörður, hefur
verið fenginn til að geta nýrra bóka í sérstökum þætti. Það starf
hefur hann rækt með ágætum.
Þar sem hin gamla hlutleysisstefna beldur í liönd starfsfólks
útvarps og sjónvarps, eins og í fréttaþáttum um bækur, hefur
tekizt að skipa málum með sanngirni. En þessar stofnanir hafa
auk frélta liaft uppi þá þjónustu við bókmenntirnar í landinu
— og þó fyrst og fremst við hinn almenna hlustanda — að efnt
hefur verið til sérstakra þátta í því skyni, væntanlega, að efla
upplýsingu um bækur og menn.
Ætla má að i bókmenntaþætti eins og þeim, sem fluttur er i
sjónvarpinu í bland við annað efni um listir, sé hverju sinni
tekið til meðferðar það helzta, sem gerist í bókmenntum. Auð-
vitað gildir um þetta mat stjórnanda á því bvað er helzt, og víst
er liægt að heyja rökræður uin slíkt langt fram á nóttina. Hitt
dylst engum, ef dæmi er tekið frá þvi i vetur, að þeir, sem þekkja
til þessara hluta, gela lesið ákveðin viðhorf stjórnandans út úr
vali hans á viðfangsefnum. Maður býst ekki við að óreyndu að
hleypidómar ráði, enda alls ekki trúlegt. Hitt er vist, að sjónar-
mið tilfinningalegs eðlis geta ráðið um of. Slíkt er mannlegt, ef
um væri að ræða kjósanda, sem hitaður hefur verið upp árum
saman á einhliða trúarbragðafóðri, sem stjórnmál geta stund-
Um orðið. En i þætti eins og þessum hlýtur fyrst og fremst að
vera liöfðað til menntunar, eða til livers er liún, ef stundar-
45