Eimreiðin - 01.01.1972, Side 46
EIMREIÐIN
glaðar kenniseiningar sitja í fyrirrúmi, eitthvað sem tímans þras
feykir í burtu, svo menn verða kannski að frelsast tvisvar eða
þrisvar á ævinni til að tolla í fyrirbærinu. En um það höfum
við dæmi.
Þótt á því hafi borið í spjalli um bókmenntir hjá sjónvarp-
inu, að þátturinn sem slíkur gefur kannski meiri upplýsingar
um stjórnandann en bókmenntirnar, þá eru dæmi frá bók-
menntaþáttum útvarpsins skýrari á alla grein. Ákveðnir, ágætir
höfundar eru skjallaðir með upphöfnum orðum, sem eiga ekk-
ert skylt við forvitnilega eða upplýsandi umræðu. Og manni
dettur jafnvel í liug, að þarna sé verið að fjalla um einhverja
hókmenntalega munaðarleysingja, ef ekki kæmi til vitneskja
um að allir þessir höfundar standa vel fyrir sinu. Auðvitað eiga
höfundarnir ekki að gjalda þess, þótt svo slysalega takist til í
bókmenntaþáttum, að þeir séu hlaðnir orðum og undrun yfir
þvi „séniala“ í fari þeirra, og þeir eiga heldur elcki að gjalda
þess út í frá þótt flestir þeirra tillieyri ákveðnum stjórnmála-
flokki.
Mér er ekki kunnugt um, hvernig svona heimilisböl verður til
hjá útvarpinu. Auðvitað liggja þarna að baki ákveðnar forsend-
ur stjórnmálalegs eðlis. En á meðan ekki er einn stjórnmála-
flokkur við völd i landinu, ætti að vera óhætt að sussa á verstu
dæmin, jafnvel þótt í því felist sú áliætta að hárin rísi á kettin-
um. Annars kemur þetta heimilisböl fram með ýmsu móti, og
minnisstætt er, þegar einliver barnatímastýran fór upp úr þurru
að hvetja börnin til að taka óstinnt upp, ef foreldri ætlaði að
siða það til. Heldur skyldi barnið berja móður sina. Þetta er
kannski i þágu byltingarinnar?
Sumar bækur eru skrifaðar í þágu byltingarinnar. Það er
gert með ýmsu móti, stundum skrifa menn þannig meðvitað og
boða eld og djöful fyrir horgarastéttina — þetta blíða kyn —
sem alltaf er verið að taka af lífi óátalið einlivers staðar í heim-
inum. Aðrir skrifa byltingabókmenntir ómeðvitað og átta sig
ekki fyrr en þeir hafa verið uppgötvaðir. Þetta eru höfundar,
sem skrifa um ýmsar nauðþurftir með afbrigðilegum stílbrögð-
um. Allt slíkt er byltingunni fagnaðarefni á meðan það vekur
upplausn og skapar deilur. Þegar þessum höfundum hefur ver-
ið bent á, hvað þeir eru miklir byltingamenn, hætta þeir yfir-
leitt eða snúa sér í föndur. Öllum þessum fyrirbærum verður
að sýna sanngirni. Islenzkar bókmenntir — það gamla hús —
geymir margar vistarverur. Þar er rúm fyrir alla, einnig þau
skáld, sem hafa orðið byltingarskáld, þótt aldrei berðu þau móð-
ur sina. Indriði G. Þorsteinsson.