Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1972, Side 55

Eimreiðin - 01.01.1972, Side 55
EIMREIÐIN HELGI SKÚLI KJARTANSSON Um uppbótarþingsæti Undanfarin ár hefur oft verið rætt um kjördæmaskipan á ls- landi og hugsanlegar breytingar á henni, ekki sízt vegna endur- skoðunar stjórnarskrárinnar sem nú stendur yfir, að minnsta kosti að nafninu til. Þessi grein á að vera innlegg í umræðuna um kjördæmamál; boðskapur hennar er þó engin allsherjar- tillaga um skipan kjördæma heldur eitt lítið tæknilegt atriði, nefnilega það að uppbótarþingsætum megi skipta niður á kjör- dæmi fyrirfram eins og hverjum öðrum þingsætum. U ppbótarþingsæti Uppbótarþingsætum er skipt á milli þingflokka með einföld- um hlutfallareikningi. En svo vandast málið þegar að því kem- ur að velja uppbótarþingmennina úr hópi fallinna frambjóð- enda hvers flokks. Grundvallaraðferðin er su að föllnum fram- bjóðendum er reiknuð einlivers konar verðleikatala og þeir sendir á þing sem bæsta hafa töluna. I okkar kosningakerfi er þetta útfært á allflókinn hátt. Hver frambjóðandi fær 2 verð- leikatölur, atkvæðaf jölda sinti og hlutfáll sitt af gildum atkvæð- um í kjördæminu. Uppbótarþingmenn hvers flokks eru svo valdir eftir þessum verðleikatölum á víxl, sá fyrsti eftir at- kvæðafjölda, næsti eftir atkvæðahlutfalli og svo framvegis. En um leið og frambjóðandi fær uppbótarþingsæti, eru flokks- bræður hans úr sama kjördæmi strikaðir út af listanum svo að flokkurinn fái ekki nema einn uppbótarþingmann úr hverju kjördæmi.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.