Eimreiðin - 01.01.1972, Síða 56
EIAAREIÐIN
Með þessari aðferð er endanlegur þingmannafjöldi hvers
kjördæmis að nokkru tilviljun háður. Nú þykir það nokkur
akkur fyrir kjördæmi að fá sem flesta þingmenn kjörna, jafn-
vel þótt uppbótarmenn séu. Þeir eru liklegir til að fylgja fram
hagsmunamálum landshlutans, og stór hópur þingmanna verð-
ur að líkindum duglegri en lítill að ganga erinda kjördæmis-
búa á þingi og utan. Fyrir kosningar hafa heyrzt hugleiðingar
um það hvernig hyggilegast sé að kjósa til að tryggja kjördæmi
sinu sem flesta uppbótarþingmenn, og að minnsta kosi einn
flokkur liefur gert þetta að uppistöðu áróðurs síns í heilu kjör-
dæmi.
Sé það svona mikið atriði hvernig uppbótarþingsæti skiptast
milli kjördæma, er ástæða til að ákveða það fyrirfram svo að
hver fái sinn sanngjarna skerf og manna sé ekki freistað til að
kjósa flokk sem þeir telja vondan. 1 framkvæmdinni er þelta
auðvelt og þarf ekki að verða neitt flóknara en nú er. Föllnum
frambjóðendum allra flokka væri raðað á einn lista eftir ein-
liverri verðleikatölu. (Ástæðulaust væri að nota tvær tölur eins
og nú, því að sá háttur mun upp tekinn til að liafa óbein áhrif
á skiptingu uppbótarþingsæta milli kjördæma.) Sá efsti á list-
anum yrði svo fyrsti landskjörinn þingmaður og svo framvegis,
þó með þremur takmörkunum: 1) Fyrir Iivern uppbótarþing-
mann séu strikaðir út flokksbræður hans úr sama kjördæmi
eins og nú er. 2) Þegar kjördæmi hefur fengið sinn tilskilda
þingmannafjölda, verði aðrir frambjóðendur þar strikaðir út.
3) Þegar þingflokkur hefur fengið sinn útreiknaða fjölda upp-
bótarþingmanna, verði aðrir framl)jóðendur lians strikaðir út.
Uppbótarþingsæti í stórum kjördæmum
Síðan 1959 hefur íslandi verið skipt í fá, stór kjördæmi. Ekki
var reynt að hafa kjördæmin jafnfjölmenn heldur hefð og að-
stæður látnar ráða kjördæmamörkum. En hvernig á að skipta
kjördæmakjörnn þingmönnunum á milli slíkra kjördæma? Það
virðist liggja beinast við að ákveða aðeins fjölda kjördæmakjör-
inna þingmanna i lögum eða stjórnarskrá en láta skipta við f jölda
kjósenda hverju sinni. Þessi leið hefur þó ekki verið farin held-
ur er þingmannafjöldi hvers kjördæmis bundinn í stjórnar-
skránni, augljóslega í þeim tilgangi að tryggja strjálbýlli kjör-
dæmunum fleiri þingmenn en svarar til fjölda kjósenda. Hug-
myndin getur ekki verið sú að kjósendur í strjálbýlinu eigi að
ráða meiru en aðrir um valdahlutföll flokka; þá væru ekki
höfð uppbótarþingsæti; heldur eru þessir landshlutar taldir
56