Eimreiðin - 01.01.1972, Side 75
EIMREIÐIN
dómendur séu of fáir, a. m. k. miðað við núverandi fjölda dóms-
mála. Að minni hyggju mun þó greiðari gangur málanna leiða
til þess, að þeim fækki hlutfallslega frekar en hitt. Sérstaklega
geri ég ráð fyrir, að þeim málum mundi fækka, sem eingöngu
er farið í vegna möguleikans til misnotkunar á réttarkerfinu,
svo sem í því skyni að fá frestað fullnægingu ótviræðrar skyldu.
Þegar hafður er í huga seinagangur dómsmála og afleiðingar
lians, má vera Ijóst, að farsælast er mönnum að leitast við að
halda svo á sínum málum, að þeir jmrfi sem minnst að leita
aðstoðar dómstóla. Komi upp ágreiningur við aðra, er oftast
affarasælast að reyna að leysa hann sjálfur, ef mögulegt er, eftir
atvikum með aðstoð lögfróðra manna. Þó að ómetanlegt öryggi
sé i því að geta i neyðartilvikum leitað til dómstólanna, er það
tvimælalaust hetra að geta sjálfur haft hönd í bagga um úrslit
hagsmunamála sinna heldur en að eiga þau að verulegu levti
undir áliti annarra manna, sem að auki eru misvitrir, eins og
aðrir dauðlegir menn. f þessu efni á það því við, sem í flestum
öðrum efnum, að sjálfs er höndin hollust.