Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Side 12

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Side 12
UPPELDISHÆTTIR FORELDRA OG SJÁLFSÁLIT hefur lélegt sjálfsálit skortir þessa tilfinningu fyrir sjálfum sér. Hann sættir sig illa við sjálfan sig, vanmetur eigin getu og kosti og finnst hann ávallt þurfa að sanna sig fyrir öðru fólki (Rosenberg, 1985). Jafnan hefur gott sjálfsálit fólks verið talið merki um að það aðlagist prýðilega bæði tilfinningalega og félagslega (Pope, Machale og Craighead, 1988). Fólki sem hefur lélegt sjálfsálit á aftur á móti oft erfiðara með að aðlagast og getur það birst í einmanaleika, kvíða, pirringi og depurð (Beck, Steer, Epstein og Brown, 1990). Gott sjálfsálit er talið auðvelda unglingum að takast á við hin margvíslegu og ögrandi viðfangsefni unglingsáranna (Hirsch og Dubois, 1991). I því samhengi má nefna að unglingar sem hafa gott sjálfsálit ná betri árangri í námi, sýna meiri hæfni í samskiptum og minni áhættuhegðun (Harter og Marold, 1992). í ljósi mikilvægis þess fyrir ungmenni að hafa gott sjálfsálit er brýnt að kanna ýmsa þætti sem tengjast sjálfsáliti þeirra. Hér verður áhersla lögð á að athuga þátt uppeldis foreldra. Ýmsar kenningar eru uppi um áhrif uppeldisaðferða foreldra á hegðun og líðan barna og unglinga. Kenningar Baumrind (1971) frá áttunda áratugnum eru vel þekktar á þessu sviði. í nýlegum rannsóknum sem byggjast á kenningum Baumrind hefur verið athugað hvernig viðurkenning foreldra, hegðunarstjórn þeirra og smnheldni í fjölskyldunni tengjast aðlögun unglinga, t.d. sjálfsmynd þeirra og líðan (Steinberg, Lamborn, Darling, Mounts og Dornbusch, 1994), námsárangri (Herman, Dornbusch, Herron og Herting, 1997) og áhættuhegðun (Lamborn, Mounts, Steinberg og Dorn- busch 1991; Sigrún Aðalbjarnardóttir og Leifur G. Hafsteinsson, 2001). Samheldni (involvement) kallast það þegar foreldrar veita börnum sínum stuðning og eiga margar samverustundir með þeim. Hegðunarstjórn (behavioral control) vísar til þess hvernig foreldrar stjórna hegðun barna sinna, t.d. hvort þeir setji þeim skýr mörk og framfylgi þeim (Lamborn o.fl., 1991). Þá einkennist viðurkenning (psychological autonomy granting) af því að foreldrar hvetja börn sín til að tjá eigin hug- myndir, skoðanir og tilfinningar og taka þeim hugrenningum vel (Steinberg, 2001). Sálrænni stjórn foreldra er teflt fram sem andstæðu viðurkenningar (Gray og Stein- berg, 1999). Vakin hefur verið athygli á muninum á sálrænni stjórn og hegðunar- stjórn; hin fyrrnefnda beinist að tilfinningum fólks en hin síðarnefnda að því að stjórna hegðun þess, sem fyrr segir (Steinberg, 1990). Sálræn stjórn foreldra getur birst á ýmsa vegu. Foreldrar ásaka oft börn sín með til- heyrandi látum. Þeir gera lítið úr hugmyndum og skoðunum unglinganna, t.d. með því að breyta um umræðuefni eða vanvirða hugmyndir þeirra. I raun hafna þeir ung- lingunum eins og þeir eru með því að setja sífellt út á þá og ráðskast með líf þeirra (Steinberg, 1990; Youniss og Smollar, 1985). Sálræn stjórn felur þannig í sér félags- legan þrýsting sem tekur ekki tillit til tilfinninga unglinga (Maccoby og Martin, 1983) og hindrar eðlilega tjáningu þeirra og sjálfstæði (Baumrind, 1978). Af þessu leiðir að sálræn stjórn gerir unglingum erfitt um vik að þroska með sér heilbrigða sjálfsmynd (Maccoby og Martin, 1983). Hitt verður að hafa í huga að með sálrænni stjórn er ósennilegt að foreldrar ætli sér að gera lítið úr unglingnum; þeir séu fremur að gæta þess að hann lendi ekki í vanda og áræða ekki að veita honum svigrúm til sjálfstæðis. I rannsóknum hefur komið fram að viðurkenning foreldra og samheldni í fjöl- 10 J
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.