Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Page 28

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Page 28
A Ð VERA KENNARI Viðfangsefni kennara hafa tekið breytingum á undanförnum árum og áratugum. Ætlast er til að kennarar sinni menntun barna í mun víðari skilningi en áður tíðkaðist. Samkvæmt skólanámskrám er stefnt að aukinni félagslegri hæfni og persónulegri, þ.e. hæfni barnanna til að takast á við viðfangsefni daglegs lífs, ekki síður en kunn- áttu og færni í hefðbundnum námsgreinum (Aðalnámskrá grunnskóla. Lífsleikni, 1999; European Commission, 1996). Menningarleg fjölbreytni, tæknivæðing, áhersla á blöndun fatlaðra og ófatlaðra og aukið vægi foreldrasamstarfs hefur einnig breytt landslagi kennarastarfsins og gert starfið margþættara og flóknara. Þessar breytingar birtast í námskrám kennaraháskóla hér á landi og í nágrannalöndum okkar (Náms- og kennsluskrá, 2003; Hansson, 2001; Jordell, 2003), og einnig í almennri umræðu um kennarastarfið og kennaramenntun. Kennaranemar eiga að læra að takast á við marg- vísleg vandamál, svo sem einelti, forvarnir gegn fíkniefnanotkun, kynþáttahatur og ofvirkni, auk þess að kenna hefðbundnar námsgreinar. Slíkar kröfur um afmarkaða færni sem verðandi kennarar þurfa að hafa á valdi sínu lýsa kennslustarfi sem flóknu samsafni aðgreindra verkefna. í nýlegum skrifum um kennarastarfið hefur stundum verið leitast við að telja upp það sem góður kennari þarf að hafa á valdi sínu og þar með skilgreina afmarkaða hæfniþætti þar sem hagnýting er í brennidepli (Kennedy, 1999; Korthagen, 2004). Annars konar og heildstæðari áherslur hafa samt sem áður einkennt fræðilega um- ræðu um kennarastarfið á undanförnum áratugum. Þá er fagmennska kennara tengd við siðræna og rökræna ígrundun um starfið (Bengtsson, 1993; Lauvás og Handal, 2000; Schön, 1983). Dæmi um slíkar áherslur eru rannsóknir sem hafa verið gerðar hér á landi á hugmyndafræði kennara - þar sem meðal annars hafa verið notuð hug- tökin starfskenning og uppeldissýn - og á því hvernig hugmyndafræðin tengist at- höfnum þeirra og menntun í starfi (sjá m.a. Hafdís Ingvarsdóttir 2001; Sigrún Aðal- bjarnardóttir, 1999). Kennaramenntun hefur verið endurskoðuð, eða er í endur- skoðun, í mörgum nágrannalanda okkar, og er þá yfirleitt lögð áhersla á að efla verði faglegan styrk kennaranema og virkni þeirra í eigin námi ekki síður en hæfni á afmörkuðum sviðum (Hansson, 2001; Kansanen og Uljens, 1996; Korthagen og Kessels, 1999; Korthagen, 2004; Niemi, 2002). Tvö sjónarhorn á hæfni hins „góða kennara" virðast sem sagt vera ríkjandi; annars vegar eru skilgreindar afmarkaðar tegundir hæfni sem kennarar þurfa að ná tökum á og hins vegar er litið á hæfni sem samofna fléttu faglegra og persónulegra þátta. í grein þessari verður dregin upp mynd af starfshæfni kennara frá heildstæðu sjónarhorni, án þess að horft sé fram hjá því að þeir þurfa að kunna til verka á ákveðnum sviðum. Litið er svo á að starfshæfni kennara hafi einhvern sameiginlegan kjarna, persónulegan og faglegan. í stað þess að telja upp afar fjölbreytta færni eða kunnáttu sem kennurum er ætlað að hafa á valdi sínu eru kannaðar ýmsar víddir í starfshæfnihugtakinu með aðstoð kennaranema. Sýn kennaranema á eigin hæfni til að takast á við kennarastarfið er af ýmsum ástæðum áhugaverð. Þeir eru einmitt að byggja upp slíka hæfni; þeir eru að skil- greina hvað í henni felst og á hvaða sviðum þeir eru „vanhæfir". Lýsingar þeirra á því sem þeir eiga erfitt með að gera endurspegla hvað þeir telja mikilvægt að hafa á 26 É
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.