Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Page 34
A Ð VERA KENNAR
greiningu á viðtölunum voru dregin fram þau svör sem sýna styrk viðmælenda og
veikleika. Einnig var leitað skilnings á því hvernig það að geta gert tengist öðrum
hliðum starfshæfninnar.
Ýmsar ástæður voru fyrir því að beina athyglinni að „vanhæfni" kennaranema,
þ.e. erfiðum viðfangsefnum í þeirra augum. Ekki var talið líklegt að yfirsýn kennara-
nema á eigið námsferli væri slík að þeir gætu svarað beint spurningum um hvers
konar hæfni þeir væru að byggja upp. Með því að spyrja þátttakendur um hvað þeim
fyndist erfitt fengust annars vegar upplýsingar um þá hæfni sem þeir voru að glíma
við þegar þeir svöruðu spurningunni og hins vegar um þá hæfni sem þeir þurfa að
ná tökum á að eigin mati.
Astæða þess að nemarnir voru spurðir tvisvar á námsferlinu um erfið viðfangsefni
var sú að samstarfshópur taldi hugsanlegt að áherslur í námskeiðum á öðru misseri
hefðu haft áhrif á svör þeirra við spurningunni í lok fyrsta árs. Til að auka áreiðan-
leika niðurstaðna var ákveðið að leggja sömu spurningu aftur fyrir nemana ári
seinna.
Rannsóknarsniðið telst samkvæmt skilgreiningum Yin (1994) vera tilviksathugun.
Þá er ekki litið á tilviksathugun sem rannsóknaraðferð, heldur sem rannsóknarsnið
þar sem mismunandi aðferðum er beitt til að afla gagna í þeim tilgangi að öðlast
skilning á afmörkuðu fyrirbæri; þá er tilvik (case) skilgreint sem fyrirbæri sem getur
verið af ýmsu tagi (Miles & Huberman, 1994: 26). Rannsóknin takmarkast við
afmarkaðan hóp þátttakenda og ákveðinn stað og tíma; aðferðir geta verið bæði
eigindlegar og megindlegar. I rannsókn þeirri sem hér er greint frá voru mismunandi
aðferðir (viðtöþ opnar spurningar) notaðar til að afla gagna til að varpa Ijósi á ákveð-
ið fyrirbæri, hugtakið starfshæfni frá sjónarhóli kennaranema sem hófu nám við Kenn-
araháskóla Islands haustið 2001. Ekki var stefnt að alhæfingu niðurstaðna, enda ekki
um tilviljunarúrtak að ræða, heldur var stefnt að því að þróa og nýta hugtakalíkan
(mynd 1) til að kanna samspil ólíkra hliða og vídda í starfshæfni kennara, og þar með
inntak þess hugtaks, frá sjónarhóli kennaranema.
NIÐURSTÖÐUR
Til að kanna hvers konar hæfni nemarnir glíma við á námsárunum er skoðað hvers
eðlis þau viðfangsefni eru sem þeir töldu vera erfið og dregnar ályktanir um þá
starfshæfni sem þeir telja sig þurfa að ná tökum á. Dæmi úr viðtölum eru síðan notuð
til að varpa ljósi á veikleika og styrk þeirra til að takast á við starfið.
Hvaða viðfangsefni kennarastarfsins glímdu nemarnir við?
Eftir eins árs kennaranám svöruðu 100 nemendur opinni spurningu um það hvaða
viðfangsefni kennara þeim þætti sérlega erfitt eða kvíðavænlegt. Við greiningu á
svörum nemanna komu fram ákveðin þemu og í ljósi þess var svörunum skipað í
eftirfarandi flokka:
1. Agi og stjórnun
2. Skipulag og framkvæmd kennslu
32
1