Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Síða 34

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Síða 34
A Ð VERA KENNAR greiningu á viðtölunum voru dregin fram þau svör sem sýna styrk viðmælenda og veikleika. Einnig var leitað skilnings á því hvernig það að geta gert tengist öðrum hliðum starfshæfninnar. Ýmsar ástæður voru fyrir því að beina athyglinni að „vanhæfni" kennaranema, þ.e. erfiðum viðfangsefnum í þeirra augum. Ekki var talið líklegt að yfirsýn kennara- nema á eigið námsferli væri slík að þeir gætu svarað beint spurningum um hvers konar hæfni þeir væru að byggja upp. Með því að spyrja þátttakendur um hvað þeim fyndist erfitt fengust annars vegar upplýsingar um þá hæfni sem þeir voru að glíma við þegar þeir svöruðu spurningunni og hins vegar um þá hæfni sem þeir þurfa að ná tökum á að eigin mati. Astæða þess að nemarnir voru spurðir tvisvar á námsferlinu um erfið viðfangsefni var sú að samstarfshópur taldi hugsanlegt að áherslur í námskeiðum á öðru misseri hefðu haft áhrif á svör þeirra við spurningunni í lok fyrsta árs. Til að auka áreiðan- leika niðurstaðna var ákveðið að leggja sömu spurningu aftur fyrir nemana ári seinna. Rannsóknarsniðið telst samkvæmt skilgreiningum Yin (1994) vera tilviksathugun. Þá er ekki litið á tilviksathugun sem rannsóknaraðferð, heldur sem rannsóknarsnið þar sem mismunandi aðferðum er beitt til að afla gagna í þeim tilgangi að öðlast skilning á afmörkuðu fyrirbæri; þá er tilvik (case) skilgreint sem fyrirbæri sem getur verið af ýmsu tagi (Miles & Huberman, 1994: 26). Rannsóknin takmarkast við afmarkaðan hóp þátttakenda og ákveðinn stað og tíma; aðferðir geta verið bæði eigindlegar og megindlegar. I rannsókn þeirri sem hér er greint frá voru mismunandi aðferðir (viðtöþ opnar spurningar) notaðar til að afla gagna til að varpa Ijósi á ákveð- ið fyrirbæri, hugtakið starfshæfni frá sjónarhóli kennaranema sem hófu nám við Kenn- araháskóla Islands haustið 2001. Ekki var stefnt að alhæfingu niðurstaðna, enda ekki um tilviljunarúrtak að ræða, heldur var stefnt að því að þróa og nýta hugtakalíkan (mynd 1) til að kanna samspil ólíkra hliða og vídda í starfshæfni kennara, og þar með inntak þess hugtaks, frá sjónarhóli kennaranema. NIÐURSTÖÐUR Til að kanna hvers konar hæfni nemarnir glíma við á námsárunum er skoðað hvers eðlis þau viðfangsefni eru sem þeir töldu vera erfið og dregnar ályktanir um þá starfshæfni sem þeir telja sig þurfa að ná tökum á. Dæmi úr viðtölum eru síðan notuð til að varpa ljósi á veikleika og styrk þeirra til að takast á við starfið. Hvaða viðfangsefni kennarastarfsins glímdu nemarnir við? Eftir eins árs kennaranám svöruðu 100 nemendur opinni spurningu um það hvaða viðfangsefni kennara þeim þætti sérlega erfitt eða kvíðavænlegt. Við greiningu á svörum nemanna komu fram ákveðin þemu og í ljósi þess var svörunum skipað í eftirfarandi flokka: 1. Agi og stjórnun 2. Skipulag og framkvæmd kennslu 32 1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.