Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Síða 36
AÐ V E R A KENNAR
- Persónulegir erfiðleikar sem tengjast börnum - tel mig ekki hafa fagþekk-
ingu að höndla slíkt.
- I vettvangsnáminu voru mörg börn með greiningu, t.d. þunglyndi,
asperger, athyglisbrest og ofvirkni og dyslexíu. Hef ekki reynslu til að taka
á svona börnum og vandamálum þeirra.
- Að takast á við erfiðleika sem tengjast einstöku barni, t.d. ef maður fær of-
virkan einstakling í bekkinn.
Um það bil 10% nefndu samstarf við foreldra:
- Samstarf við foreldra, mér finnst við ekki hafa lært nóg um það og þetta
held ég að sé mikilvægur þáttur innan skólastarfsins.
- Það er svo lítið samstarf við foreldra.
- Kvíði svolítið fyrir foreldrasamskiptum þegar það eru erfiðleikar í sam-
bandi við sérstök tilfelli, t.d. ofvirkni.
Eins og áður segir hafa mörg svaranna mjög persónulegan blæ og þau voru sett í
fimmta flokkinn sem skarast verulega við aðra flokka. Tölustafirnir í svigunum vísa
til skörunar við aðra flokka.
- Að vera þolinmóður, ég get stundum verið frekar óþolinmóð þegar
gengur illa.
- Að fá nemendur með hegðunarörðugleika til að hlusta á þig og gera það
sem á að gera. (1)
- Ég hélt að ég væri góð í að halda aga og brýna rödd núna áður en ég fór í
vettvangsnámið. Þar komst ég að því að ég gæti bætt mig mikið í því. (1)
- Að fást við erfið tilfelli, t.d. neikvæður nemandi sem neitar að læra og er
þrjóskari en ég! (3)
- Mér þykir erfitt að skilja erfiðleika barnanna eftir í vinnunni. Tek það svo
mikið inn á mig.
- Að finnast maður ekki hafa stjórn á bekknum. Ég er ekki viss hvað ég ætti
að gera ef allt færi í upplausn. (1)
- Mér finnst erfitt að setja mörkin um hvað má og hvað má ekki. Spurning
hversu langt má ganga ef einhver vandamál koma upp, t.d. heima fyrir. (4)
- Ætli það sé ekki hvað ég er óörugg og hrædd um að gera vitleysur.
Flest þessara svara féllu líka í einhvern hinna flokkana. Sú hæfni sem nemarnir voru
að reyna að ná tökum á fólst sem sagt ekki einungis í að kunna til verka, að geta gert,
heldur jafnframt í persónulegum þáttum eða samkvæmt líkaninu í því að geta verið
þolinmóð, ákveðin o.s.frv.
Eftir tveggja ára nám voru nemendur aftur spurðir þessarar sömu spurningar:
Hvað er erfitt eða kvíðvænlegt? Sjötíu nemendur svöruðu spurningunni. í ljós kom
að athyglin beindist að mjög svipuðum þáttum. Samt sem áður virðast agavandamál-
in hafa vikið að hluta til fyrir áherslu á kennslufræðileg málefni.
34
J